Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik

Páll Ár­mann Páls­son var greind­ur ein­hverf­ur þeg­ar hann var á fer­tugs­aldri og seg­ir að sorg­in yf­ir því að hafa ver­ið ein­hverf­ur hálfa æv­ina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi ver­ið þyrn­um stráð. Hann ætl­ar að eiga góð­an ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í sam­fé­lagi sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.

Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
Páll Ármann segir að til að ná bata þurfi að taka einhverfuna til greina í þeim meðferðum sem boðið sé uppá. ,,Mín dýpsta sorg tengist því að hafa verið einhverfur alla ævi og ekki fengið neina hjálp í samræmi við það“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er seinhverfur. Mér finnst mikilvægt að nota það orð vegna þess að það er svo margt fólk sem uppgötvar einhverfuna seinna á lífsleiðinni og þá er staðan allt önnur og oftast verri en þegar fólk fær greiningu á barnsaldri. Það er alltaf erfitt að vera einhverfur í þessari óeinhverfu veröld en það er á einhverjum öðrum skala að vera einhverfur í þessari óeinhverfu veröld og vita ekki af því. Það býr til alls konar rugl og vitleysu í hausnum á manni,“ segir Páll, sem er 42 ára og var greindur einhverfur fyrir sjö árum. 

Ruglið og vitleysan í hausnum hafi gert líf hans fram að greiningu ákaflega flókið og erfitt. Alla barnæskuna hafi hann verið utanveltu og unglingsárin verið mjög erfið. Páll segist hafa falið persónuleika sinn fyrir öðru fólki í rúm þrjátíu ár. Feluleikurinn hafi útheimt mikla orku og valdið honum mikilli vanlíðan. Ég er meistari …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Nanna Ingibjörg Jónsdóttir skrifaði
    Kondu sæl Stundin , ég vil þakka þér fyrir þessi frábæru viðtöl við einhverft fullorðið fólk sem hefur greinst einhverft á fullorðins aldri. Þau eru mér afar fræðandi síðgreindri konunni.
    2
  • Steinunn Ósk Guðmundsdóttir skrifaði
    Gangi þér vel í þinni baráttu💙 og takk Stundin fyrir að birta viðtöl við einhverfa. Þau eru mjög upplýsandi og auka vonandi skilning hjá fólki.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ein í heiminum

„Við erum huldufólkið í kerfinu“
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár