Einar Skúlason er maður sem ungur fékk ást á náttúrunni íslensku og það er þessi náttúra sem á hug hans og hjarta. Hann hefur í áratug leitt þúsundir manna um landið sitt, vetur, sumar, vor og haust, og einnig víða um heim. „Vesen og vergangur“ heitir gönguklúbburinn hans. Styrkri hönd leiðir hann vana og óvana um fjöll, firnindi og fjörur og þótt hraunnibburnar geti stungið þá er fólk samt öruggt undir hans leiðsögn.
Hann, sem bláum augum horfir til fjalla sem fjarlægðin gerir blá, varð fimmtugur í fyrrahaust; fertugur var hann þegar hann stofnaði Vesen og vergang. Og hann ákvað að láta gamlan draum rætast á þessum tímamótum í fyrra; fara til Suður-Ameríku. „Svo spilar inn í að ég á þrjá syni sem eru nú uppkomnir og þurfa minna á mér að halda í dag og í mínum huga hefði þetta ekki verið raunhæft fyrir fimm eða tíu árum; ég …
Athugasemdir