„Umheimurinn magnar Ísland upp. Þegar vel gengur erlendis er mjög gott á Íslandi en þegar illa gengur erlendis þá er mjög slæmt ástand á Íslandi. Það er staðreynd vegna þess að við erum fámenn þjóð og búum við fábreytt efnahagslíf sem leiðir til þess að við mögnum upp allar sveiflur annars staðar frá, bæði upp og niður,“ segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics.
Stundin ræddi við hann og Sigríði Benediktsdóttur, kennara í hagfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, um hvaða áhrif stríðið í Úkraínu, heimsfaraldur og mikil hækkun húsnæðisverðs á Íslandi mun hafa á almenning hér.
Jón og Sigríður eru sammála um að fastlega megi búast við að vextir hækki hér á landi og að það muni koma …
Skrítið að ekkert heirist neitt val í kvótafurstunum .
Aetli það sé einhver ástaða fyrir þeirri þögn ,eða hvað