Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Langaði að verða frægur

„Ef ég fæ fólk til að hlæja og skemmta sér þá líð­ur mér al­veg rosa­lega vel. Adrenalín­ið flæð­ir um lík­amann og manni líð­ur vel eft­ir skemmt­un,“ seg­ir einn af gleði­gjöf­um þjóð­ar­inn­ar, Þór­hall­ur Sig­urðs­son, Laddi. Hann varð 75 ára í janú­ar og af því til­efni verð­ur sýn­ing­in Laddi 75 sett upp í Há­skóla­bíói dag­ana 18. og 19. mars, auk þess sem sýnt verð­ur í streymi.

Langaði að verða frægur

„Þetta er bæði grín og músík,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um sýninguna Laddi 75 sem haldin verður 18. og 19. mars í Háskólabíói. Þá er miðasala í gangi í myndlyklum Símans og Vodafone og svo geta allir keypt aðgang að vefstreymi í gegnum NovaTV á Tix.

„Það verður mikið grín og gaman og það koma þarna fram fullt af karakterum mínum. Fyrir hlé verða þetta sketsar og grín en eftir hlé verður þetta meira eins og tónleikar. Eyþór Ingi verður nokkurs konar kynnir og ræðir við mína karaktera sem koma þarna hver á fætur öðrum.“

Ýmsir gestir koma fram: Ari Eldjárn, Eyþór Ingi, GDRN og Margrét Eir og svo verður Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda, sérstakur gestur. Heiðursgestur verður hins vegar Hjörtur Howser sem hefur verið samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin. Jón Ólafsson sér um tónlistina.

Þetta verður án efa veisla.

„Já, þetta verður svolítil veisla af gríni og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þór­hall­ur Sig­urðs­son, Laddi og Ómar Ragnarsson eru mestu og bestu gleðigjafar sem Ísland hefur alið af sér og eru í algerum sér flokki. Staðreynd sem illa verður hrakin!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár