„Þetta er bæði grín og músík,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um sýninguna Laddi 75 sem haldin verður 18. og 19. mars í Háskólabíói. Þá er miðasala í gangi í myndlyklum Símans og Vodafone og svo geta allir keypt aðgang að vefstreymi í gegnum NovaTV á Tix.
„Það verður mikið grín og gaman og það koma þarna fram fullt af karakterum mínum. Fyrir hlé verða þetta sketsar og grín en eftir hlé verður þetta meira eins og tónleikar. Eyþór Ingi verður nokkurs konar kynnir og ræðir við mína karaktera sem koma þarna hver á fætur öðrum.“
Ýmsir gestir koma fram: Ari Eldjárn, Eyþór Ingi, GDRN og Margrét Eir og svo verður Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda, sérstakur gestur. Heiðursgestur verður hins vegar Hjörtur Howser sem hefur verið samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin. Jón Ólafsson sér um tónlistina.
Þetta verður án efa veisla.
„Já, þetta verður svolítil veisla af gríni og …
Athugasemdir (1)