„Efni frumvarpsins er að mestu lagatæknilegs eðlis,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpi um breytingu á íslenskum hegningarlögum sem fjalla um erlend mútubrot, á Alþingi í gær.
Þær felast meðal annars í því að nú verður allt að sex ára fangelsisrefsing við brotum eins og þeim sem starfsmenn Samherja hafa verið sakaðir um að fremja í Namibíu: Að bera mútur á fulltrúa erlendra ríkja; stjórnmálamenn, embættismenn eða fyrirsvarsmenn opinberra fyrirtækja. Hvort sem er beint eða í gegnum millilið. Refsiramminn er nú fimm ár. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að að brot lögaðila, fyrirtækja eða félaga, á lögunum fyrnist á tíu árum, en ekki fimm árum eins og nú er.
„[M]unu áhrif þess eflaust verða til þess að styrkja íslensk stjórnvöld í baráttunni gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðaviðskiptum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.
Viðbragð við pressu OECD
Þær breytingar sem ráðherra dómsmála mælti fyrir …
Athugasemdir (2)