Hvar er best að byrja þegar segja á sögu Íslands í loftslagsmálum í alþjóðlegu samhengi? Samhengið, stóra myndin, veltur nefnilega kannski á því hvar sagan byrjar, eða veltur á þeirri ákvörðun hvar best sé að byrja söguna.
Þessi saga byrjar á Svía. Svíinn sem um ræðir heitir Svante Arrhenius og fær að marka upphaf þessarar sögu fyrir þær sakir að árið 1896 birtist eftir hann vísindagrein þar sem fram kom að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu gæti haft áhrif á hitastig jarðar. Svíinn Svante sagði að áhrif koldíoxíðs í andrúmsloftinu gæti bæði haft áhrif til hlýnunar og kólnunar og tók nú reyndar fram í því samhengi að ef það hefði þau áhrif að það myndi hlýna kæmi það sér einkar vel fyrir lönd í Skandinavíu þar sem alla jafna væri svolítið svalt. En nóg um það. Svante benti einnig á í grein sinni að ástæða þess að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu …
Athugasemdir