Tvær skipanir dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í embætti dómara við Hæstarétt Íslands eru gagnrýndar í nýrri bók um sögu réttarins í hundrað ár.
Um er að ræða þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í dómaraembætti árið 2003 annars vegar og hins vegar þá ákvörðun setts dómsmálaráðherra, Geirs H. Haarde, að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson í slíkt embætti árið í 2004. Í bókinni er rakið hvernig dómsmálaráðherra sniðgekk hæfnismat Hæstaréttar Íslands í bæði skiptin en í þessum tveimur tilfellum taldi rétturinn að hæfari umsækjendur hefðu sótt um starfið. Dómarar við Hæstarétt Íslands voru ráðgefandi við skipun í þessi tvö embætti.
Bókin heitir Hæstiréttur í hundrað ár og er höfundurinn Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur. Hæstiréttur Íslands kostar og stendur að útgáfu bókarinnar en útgefandinn er Hið íslenska bókmenntafélag. Í inngangi bókarinnar rekur forseti Hæstaréttar Íslands, Benedikt Bogason, hvernig þrír aðrir sagnfræðingar voru skipaðir í ráðgjafarhóp til að tryggja sjálfstæði Arnþórs við …
Athugasemdir (2)