Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Gagnýnir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir tvær dómaraskipanir í Hæstarétt

Að­koma dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins að skip­un­um Ól­afs Bark­ar Þor­valds­son­ar og Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar í embætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara er til um­fjöll­un­ar í nýrri bók um sögu Hæsta­rétt­ar Ís­lands í hundrað ár. Hæstirétt­ur Ís­lands gef­ur bók­ina út en í rit­nefnd henn­ar sátu með­al ann­ars fyrr­ver­andi dóm­ar­ar við Hæsta­rétt.

Gagnýnir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir tvær dómaraskipanir í Hæstarétt
Flokkurinn reyndi að tryggja ítök sín Í nýrri bók um sögu Hæstaréttar Íslands kemur fram sú söguskoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi reynt að tryggja ítök sín og völd í dómskerfinu með tveimur dómaraskipunum á þeim Ólafi Berki Þorvaldssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Tvær skipanir dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í  embætti dómara við Hæstarétt Íslands eru gagnrýndar í nýrri bók um sögu réttarins í hundrað ár.

Um er að ræða þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í dómaraembætti árið 2003 annars vegar og hins vegar þá ákvörðun setts dómsmálaráðherra, Geirs H. Haarde, að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson í slíkt embætti árið í 2004. Í bókinni er rakið hvernig dómsmálaráðherra sniðgekk hæfnismat Hæstaréttar Íslands í bæði skiptin en í þessum tveimur tilfellum taldi rétturinn að hæfari umsækjendur hefðu sótt um starfið. Dómarar við Hæstarétt Íslands voru ráðgefandi við skipun í þessi tvö embætti. 

Bókin heitir Hæstiréttur í hundrað ár og er höfundurinn Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur. Hæstiréttur Íslands kostar og stendur að útgáfu bókarinnar en útgefandinn er Hið íslenska bókmenntafélag. Í inngangi bókarinnar rekur forseti Hæstaréttar Íslands, Benedikt Bogason, hvernig þrír aðrir sagnfræðingar voru skipaðir í ráðgjafarhóp til að tryggja sjálfstæði Arnþórs við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Sjálfstæðisflokkurin minnir ekki á skipulögð glæpasamtök heldur er hann glæpasamtök.
    -2
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Niðurstaðan varð því faglegri og minna flokkspólitísk umgjörð um íslenska dómskerfið." Nei, ekki alveg. Sjallar héldu uppteknum hætti við Landsrétt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár