Flest fólk sem neyðist til að flýja átök, ofbeldi, mismunun, fátækt og jafnvel yfirvofandi hungursneyð nú um stundir fer frá Norður-Afríku og yfir Miðjarðarhafið á leið sinni til Ítalíu, Spánar eða Grikklands. Yfir hafið eru þrjár megin flóttaleiðir; vesturleiðin, austurleiðin og svo er það miðja hafsins, eins og flóttaleiðin sem langflestir fara um er kölluð, en hún er hættulegasta flóttaleið í heimi.
Samkvæmt upplýsingum frá Missing Migrants Project, sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefur verið tilkynnt að 23.312 flóttamenn hafi dáið á leið sinni yfir Miðjarðarhaf frá árinu 2014, þar á meðal 894 börn. Stofnunin sér um að skrá fjölda þeirra sem er saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Flest sem fara þessa leið leggja af stað frá Líbýu. Missing Migrants Project segja að mun fleiri hafi dáið en tölur þeirra segi til um því að þau geti aðeins skráð það fólk sem tilkynnt er …
Athugasemdir (1)