Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hættulegasta flóttaleið heims

Rúm­lega 2.000 mann­eskj­ur létu líf­ið á leið­inni yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið í fyrra, þar af 75 börn. 900 börn, hið minnsta, hafa síð­ustu sjö ár horf­ið í Mið­jarð­ar­haf­ið. Yngsta barn­ið sem bjarg­að hef­ur ver­ið um borð í björg­un­ar­skip­ið Oce­an Vik­ing var 11 daga gam­alt og tók Brynja Dögg Frið­riks­dótt­ir, sendi­full­trúi Rauða kross­ins, þátt í björg­un­inni. Á sama tíma er and­úð al­menn­ings og stjórn­valda í Evr­ópu gagn­vart flótta­fólki að aukast, seg­ir Þór­ir Guð­munds­son sem starf­aði fyr­ir Rauða kross­inn um ára­bil, með­al ann­ars við að bjarga flótta­fólki á Mið­jarð­ar­hafi.

Flest fólk sem neyðist til að flýja átök, ofbeldi, mismunun, fátækt og jafnvel yfirvofandi hungursneyð nú um stundir fer frá Norður-Afríku og yfir Miðjarðarhafið á leið sinni til Ítalíu, Spánar eða Grikklands. Yfir hafið eru þrjár megin flóttaleiðir; vesturleiðin, austurleiðin og svo er það miðja hafsins, eins og flóttaleiðin sem langflestir fara um er kölluð, en hún er hættulegasta flóttaleið í heimi.

Samkvæmt upplýsingum frá Missing Migrants Project, sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefur verið tilkynnt að 23.312 flóttamenn hafi dáið á leið sinni yfir Miðjarðarhaf frá árinu 2014, þar á meðal 894 börn. Stofnunin sér um að skrá fjölda þeirra sem er saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Flest sem fara þessa leið leggja af stað frá Líbýu. Missing Migrants Project segja að mun fleiri hafi dáið en tölur þeirra segi til um því að þau geti aðeins skráð það fólk sem tilkynnt er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Er ekki hættulegasta flóttaleið heims milli N- og S-Kóreu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár