Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota

Lög­reglu á Ís­landi hafa aldrei borist fleiri til­kynn­ing­ar um barn­aníð en fyrstu 10 mán­uði þessa árs þeg­ar til­kynnt var um 36 mál sem flokk­ast und­ir barn­aníð. Þá fjölg­aði einnig til­kynn­ing­um til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að til­kynn­ing­ar til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot end­ur­spegli ekki raun­veru­leg­an fjölda brota, þau séu mun fleiri.

Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota

Þetta kemur fram í tölum sem ríkislögreglustjóri hefur tekið saman í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þar segir að í fyrra hafi verið tilkynnt um færri nauðganir en árin á undan en að á sama tíma hafi tilkynningum vegna kynferðisbrota gagnvart börnum fjölgað. Hlutfall barna í hópi þolenda slíks ofbeldis hafi vaxið jafnt og þétt síðustu ár en börn yngri en átján ára voru 61 prósent brotaþola í þeim kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu fyrstu 10 mánuði þess árs. 

Brotaþolar kynferðisbrota greint eftir aldriGögn úr málaskrá lögreglu.

Karlar langoftast gerendur í kynferðisbrotamálum

Karlar eru enn í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og langflestir brotaþolar eru konur. Karlar eru grunaðir um að hafa beitt kynferðisofbeldi í 94 prósentum tilfella og konur 6 í sex prósentum tilkynntra mála. Það sem af er þessu ári hafa karlar verið brotaþolar í 16 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála og konur í 84 prósent skráðra mála. Ef eingöngu er litið til þolenda nauðgana eru karlar þolendur í 7 prósentum skráðra brot og konur í 93 prósentum brota. 

Kyn grunaðra í kynferðisbrotumGögn úr málaskrá lögreglu.


Mikil fjölgun á tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum

Frá árinu 2016 hefur verið tilkynnt um 500-600 kynferðisbrot á hverju ári.
Í gögnum ríkislögreglustjóra má finna upplýsingar um stöðu þessara mála í tengslum við heimsfaraldurinn. Segir þar að ef litið sé til kynferðisbrota ársins 2020 og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála af þeim toga árin þrjú á undan megi sjá að tilkynnt brot voru færri árið 2020. Nauðgunum hafi fækkað úr að meðaltali 235 brotum í 161 brot sem er um 31 prósenta fækkun. Hins vegar hafi tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgað. Þau voru 134 árið 2020 en að meðaltali 98 á ári árin þrjú á undan sem er 36 prósenta fjölgun. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 560 kynferðisbrot sem er 16 prósenta fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan.

18 skráðar naugðanir á mánuði

Lögreglu hafa borist 184 tilkynningar vegna nauðgana en þær voru 143 yfir sama tímabil í fyrra. Að meðaltali var tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði frá janúar til október á þessu ári. Ríkislögreglustjóri segir að samkvæmt gögnunum sé augljóst að tilkynningum um nauðganir fari almennt fjölgandi. Þá eru tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum 25 prósentum fleiri í ár en síðustu þrjú ár þar á undan og aldrei hafa verið fleiri tilkynningar vegna barnaníðs eins og fyrstu tíu mánuði þessa árs. Ríkislögreglustjóri segir að fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota geti farið eftir ýmsum þáttum. ,,Þannig getur samfélagsumræða á borð við #metoo orðið til að fjölga tilkynningum um brot”  segir í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og að rannsóknir hafi sýnt að mun fleiri kynferðisbrot eigi sér stað en tilkynnt er um til lögreglu því sé eitt af lykilmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu