Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota

Lög­reglu á Ís­landi hafa aldrei borist fleiri til­kynn­ing­ar um barn­aníð en fyrstu 10 mán­uði þessa árs þeg­ar til­kynnt var um 36 mál sem flokk­ast und­ir barn­aníð. Þá fjölg­aði einnig til­kynn­ing­um til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að til­kynn­ing­ar til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot end­ur­spegli ekki raun­veru­leg­an fjölda brota, þau séu mun fleiri.

Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota

Þetta kemur fram í tölum sem ríkislögreglustjóri hefur tekið saman í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þar segir að í fyrra hafi verið tilkynnt um færri nauðganir en árin á undan en að á sama tíma hafi tilkynningum vegna kynferðisbrota gagnvart börnum fjölgað. Hlutfall barna í hópi þolenda slíks ofbeldis hafi vaxið jafnt og þétt síðustu ár en börn yngri en átján ára voru 61 prósent brotaþola í þeim kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu fyrstu 10 mánuði þess árs. 

Brotaþolar kynferðisbrota greint eftir aldriGögn úr málaskrá lögreglu.

Karlar langoftast gerendur í kynferðisbrotamálum

Karlar eru enn í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og langflestir brotaþolar eru konur. Karlar eru grunaðir um að hafa beitt kynferðisofbeldi í 94 prósentum tilfella og konur 6 í sex prósentum tilkynntra mála. Það sem af er þessu ári hafa karlar verið brotaþolar í 16 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála og konur í 84 prósent skráðra mála. Ef eingöngu er litið til þolenda nauðgana eru karlar þolendur í 7 prósentum skráðra brot og konur í 93 prósentum brota. 

Kyn grunaðra í kynferðisbrotumGögn úr málaskrá lögreglu.


Mikil fjölgun á tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum

Frá árinu 2016 hefur verið tilkynnt um 500-600 kynferðisbrot á hverju ári.
Í gögnum ríkislögreglustjóra má finna upplýsingar um stöðu þessara mála í tengslum við heimsfaraldurinn. Segir þar að ef litið sé til kynferðisbrota ársins 2020 og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála af þeim toga árin þrjú á undan megi sjá að tilkynnt brot voru færri árið 2020. Nauðgunum hafi fækkað úr að meðaltali 235 brotum í 161 brot sem er um 31 prósenta fækkun. Hins vegar hafi tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgað. Þau voru 134 árið 2020 en að meðaltali 98 á ári árin þrjú á undan sem er 36 prósenta fjölgun. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 560 kynferðisbrot sem er 16 prósenta fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan.

18 skráðar naugðanir á mánuði

Lögreglu hafa borist 184 tilkynningar vegna nauðgana en þær voru 143 yfir sama tímabil í fyrra. Að meðaltali var tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði frá janúar til október á þessu ári. Ríkislögreglustjóri segir að samkvæmt gögnunum sé augljóst að tilkynningum um nauðganir fari almennt fjölgandi. Þá eru tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum 25 prósentum fleiri í ár en síðustu þrjú ár þar á undan og aldrei hafa verið fleiri tilkynningar vegna barnaníðs eins og fyrstu tíu mánuði þessa árs. Ríkislögreglustjóri segir að fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota geti farið eftir ýmsum þáttum. ,,Þannig getur samfélagsumræða á borð við #metoo orðið til að fjölga tilkynningum um brot”  segir í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og að rannsóknir hafi sýnt að mun fleiri kynferðisbrot eigi sér stað en tilkynnt er um til lögreglu því sé eitt af lykilmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár