Árið 2010 birti RÚV myndband sem samtökin WikiLeaks komust yfir og láku til fjölmiðla. Myndbandið sýnir bandaríska hermenn í árásarþyrlum skjóta óvopnaða borgara í Bagdad í júní 2007. Síðan er ráðist á saklaust fólk í bíl sem reyndi að hjálpa þeim sem höfðu særst í árásinni. Meðal þeirra ellefu sem féllu í árásinni voru blaðamaður og ljósmyndari frá Reuters-fréttastofunni. Myndbandið var ekki það eina sem WikiLeaks lak til fjölmiðla, en alls birtu samtökin um 750 þúsund af öðrum skjölum sem innihéldu bandarísk hernaðarleyndarmál, meðal annars gögn sem sýndu fram á frekari stríðsglæpi og pyntingar. Þetta var bara byrjunin hjá WikiLeaks, en samtökin hafa lekið milljónum skjala frá stofnun þeirra og hafa allir helstu fjölmiðlar heimsins birt fréttir úr þessum sömu skjölum.
Eltur og fangelsaður
Stofnandi WikiLeaks er Julian Assange, en hann hefur verið hundeltur af bandarískum yfirvöldum eftir að hafa lekið gögnum sem hafa niðurlægt bandarísk yfirvöld og komið upp …
Athugasemdir