Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.

Tíðni offitu barna á Íslandi hefur aukist mikið síðustu áratugi, þá sérstaklega síðustu tvo áratugi. Í dag eru um 10% allra grunnskólabarna, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, skilgreind með offitu, samkvæmt BMI-staðli (Body Mass Index). Þetta hefur haft þau áhrif að fleiri börn hafa verið að sækja sér aðstoð á Landspítala. Þar starfar sérstakt teymi lækna og annarra sérfræðinga sem sérhæfa sig í offitu barna. Árið 2014 var talið að um 18,2% grunnskólabarna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins væru yfir kjörþyngd. Í dag hefur sú tala hækkað í 22,7%. Vilja læknar hér á landi grípa til þess að skilgreina offitu sem sjúkdóm til að tækla það sem þeir kalla eitt stærsta heilsufarsvandamál framtíðarinnar hér á landi. 

Mikil samfélagsleg umræða hefur skapast í kringum offitu og hafa margir gagnrýnt þá fréttaumfjöllun sem hefur verið í kringum hana og sagt hana einhliða. Ein þeirra sem hefur gert það er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár