Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes tók á móti alþjóðlegum verðlaunum

Upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son, sem varp­aði ljósi á mútu­greiðsl­ur Sam­herja, tók á móti al­þjóð­leg­um verð­laun­um fyr­ir upp­ljóstran­ir sín­ar í Gauta­borg.

Jóhannes tók á móti alþjóðlegum verðlaunum
Hlaut alþjóðleg verðlaun Jóhannes Stefánsson tók á móti alþjóðlegum verðlaunum fyrir að ljóstra upp um framferði Samherja í Namibíu. Mynd: Davíð Þór

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson veitti alþjóðlegum verðlaunum viðtöku í Gautaborg fimmtudaginn 21. október. Verðlaunin hlaut hann fyrir að ljóstra upp um viðskiptahætti Samherja og spillingu í Namibíu. Verðlaunin, WIN WIN Gautaborg sjálfbærniverðlaunin, hafa verið veitt frá árinu 2000 en þemað í ár var „vinna gegn spillingu“. Verðlaunaféð var ein milljón sænskra króna, sem gera um 15 milljónir íslenskar krónur á núverandi gengi. 

Á árunum 2011 starfaði Jóhannes fyrir Samherja en lét af störfum árið 2016. Þremur árum síðar steig hann sjálfur fram og varpaði ljósi á vafasama viðskipahætti fyrirtækisins á erlendri grundu og játaði meðal annars að hafa  sjálfur tekið þátt í því að greiða mútur í Namibíu til að Samherji kæmist yfir kvóta þar í landi. 

Í rökstuðningi dómnefndar var Jóhannes sagður hetja. „Þetta er einstaklingur sem kollvarpaði heilum iðnaði og styrkti réttlæti á meðal almennings; raunveruleg hetja. Með öðrum orðum – við erum stolt af því að kynna sigurvegara …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár