Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes tók á móti alþjóðlegum verðlaunum

Upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son, sem varp­aði ljósi á mútu­greiðsl­ur Sam­herja, tók á móti al­þjóð­leg­um verð­laun­um fyr­ir upp­ljóstran­ir sín­ar í Gauta­borg.

Jóhannes tók á móti alþjóðlegum verðlaunum
Hlaut alþjóðleg verðlaun Jóhannes Stefánsson tók á móti alþjóðlegum verðlaunum fyrir að ljóstra upp um framferði Samherja í Namibíu. Mynd: Davíð Þór

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson veitti alþjóðlegum verðlaunum viðtöku í Gautaborg fimmtudaginn 21. október. Verðlaunin hlaut hann fyrir að ljóstra upp um viðskiptahætti Samherja og spillingu í Namibíu. Verðlaunin, WIN WIN Gautaborg sjálfbærniverðlaunin, hafa verið veitt frá árinu 2000 en þemað í ár var „vinna gegn spillingu“. Verðlaunaféð var ein milljón sænskra króna, sem gera um 15 milljónir íslenskar krónur á núverandi gengi. 

Á árunum 2011 starfaði Jóhannes fyrir Samherja en lét af störfum árið 2016. Þremur árum síðar steig hann sjálfur fram og varpaði ljósi á vafasama viðskipahætti fyrirtækisins á erlendri grundu og játaði meðal annars að hafa  sjálfur tekið þátt í því að greiða mútur í Namibíu til að Samherji kæmist yfir kvóta þar í landi. 

Í rökstuðningi dómnefndar var Jóhannes sagður hetja. „Þetta er einstaklingur sem kollvarpaði heilum iðnaði og styrkti réttlæti á meðal almennings; raunveruleg hetja. Með öðrum orðum – við erum stolt af því að kynna sigurvegara …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár