Y er rekið af myndlistarmanninum Sigurði Atla Sigurðssyni og Olgu Lilju Ólafsdóttur, sem er með Bsc í rekstrarverkfræði og meistaragráðu í fjármálum. Þau hafa bæði reynslu af þessu starfi en þau kynntust við að setja upp Jólasýninguna í Ásmundarsal. Starfsemi Y er styrkt af Olís sem lána rýmið endurgjaldslaust til áramóta, ásamt því að hljóta styrki frá Kópavogsbæ og Borg Brugghús.
Myndlistarmaður og starfsmaður á plani
Gamla bensínstöðin er fallega hannað rými með sérstakan stíl. Hún er kjörin fyrir listasýningar þar sem stórir gluggar eru á þremur hliðum svo jafnvel er hægt að njóta listar allan sólarhringinn, í næturgöngutúrnum eða snögglega á leið í búðina.
Opnunartímar eru hins vegar tveir eftirmiðdagar í viku, miðvikudaga og laugardaga frá 14.00 til 18.00 og eftir samkomulagi. En spurningin sem liggur á allra vörum, eða nösum, er enn bensínlykt? „Dælurnar eru náttúrlega í blússandi bissness. Þegar ég var að vinna þarna fram á kvöld …
Athugasemdir