„Það að leyfa stórum fyrirtækjum eða fyrirtækjum sem vilja starfa saman að gera hvað sem er, gerir það að verkum að þau fyrirtæki komast í aðstöðu til þess að skapa eigendum sínum auð, þá á kostnað viðskiptavina sinna,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin sem hann leiðir er nýverið búin að leggja 1.500 milljóna króna sekt á Eimskipafélag Íslands vegna víðtæks ólöglegs samráðs við keppinaut fyrirtækisins, Samskip, að undangenginni einni umfangsmestu rannsókn sem eftirlitið hefur ráðist í.
Allt frá því að Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá fyrirtækjunum árið 2013 hafa stjórnendur Eimskips mótmælt aðgerðum eftirlitsins og hagsmunasamtök sem skipafélagið á aðild að hafa endurómað þá gagnrýni. Allt þar til í maí á þessu ári þegar stjórnendur Eimskips gengu til sátta við eftirlitið, viðurkenndu brot sín og samþykktu að grípa til aðgerða og greiða áðurnefnda sekt. Hún er sú stærsta sem nokkurt fyrirtæki á Íslandi hefur greitt vegna samkeppnislagabrota.
Gagnrýnin vegna …
Athugasemdir