Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

433. spurningaþraut: Frá Óðni til Gjögurs með viðkomu í Frakklandi og víðar

433. spurningaþraut: Frá Óðni til Gjögurs með viðkomu í Frakklandi og víðar

Fyrri aukaspurning:

Hver er fastur í lausu lofti á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað köllum við þann vikudag sem í norrænum málum er kenndur við Óðin?

2.  Á latínu var þessi dagur hins vegar kallaður „dagur Merkúríusar“. Hvers konar guð var Merkúríus?

3.  Eins og ævinlega er, þá á rómverski guðinn Merkúríus sér hliðstæðu í grísku goðafræðinni. Hvað hét hinn forngríski starfsbróðir Merkúríusar?

4.  Bretar voru gefnir fyrir að gefa herskipum sínum nöfn úr hinni klassísku goðafræði og í apríl 1982 var flugvélamóðurskip með nafni gríska guðsins flaggskip breska flotans í langri siglingu sem endaði ... hvar?

5.  Tvö flugvélamóðurskip eru nú í breska flotanum. Fjögur önnur Evrópuríki halda úti eiginlegum flugvélamóðurskipum. Það eru Rússland (eitt), Frakkland (eitt), Ítalía (tvö) og ... hvaða riki?

6.  Franska flugvélamóðurskipið heitir eftir leiðtoga hinna svonefndu „frjálsu Frakka“ í síðari heimsstyrjöldinni, sem síðar varð forseti Frakklands. Hvað hét hann?

7.  Macron núverandi forseti Frakklands á eiginkonu sem Birgitte heitir. Þau kynntust fyrst við nokkuð svolítið aðstæður af hjónum að vera. Hverjar voru þær aðstæður?

8.  Önnur frönsk Birgitte nálgast nú nírætt en ekki er vitað annað en hún sé við hestaheilsu. Reyndar ætti kannski að nefna önnur dýr en hesta í tengslum við hana því þótt hún helgaði sig dýravernd almennt, þá var hún og er kunnust fyrir baráttu sína í þágu einnar dýrategundar. Hver er sú?

9.  Hvað er annars eftirnafn þessarar Birgitte?

10.  Barátta hennar í þágu þessarar dýrategundar gerði hana umdeilda og í viðtali ég tók við hinn kunna veiðimann Axel Thorarensen á Gjögri árið 1980 fór hann ekki hlýlegum orðum um hana. En hvar er annars veiðistöðin Gjögur? Hér þarf þokkalega nákvæmt svar.

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá aðalleikonuna í væntanlegri mynd Valdimars Jóhannssonar, Lambi. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Miðvikudag.

2.  Sendiboði guðanna.

3.  Hermes.

4.  Við Falklandseyjar.

5.  Spánn.

6.  Charles de Gaulle.

7.  Hún var kennarinn hans í menntaskóla. Kennari dugar samt.

8.  Selir.

9.  Bardot.

10.  Í Árneshreppi á Ströndum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Boris Johnson.

Á neðri myndinni er sænska leikkonan Noomi Rapace.

***

Skoðið hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár