Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina sem sést hér að ofan? Athugið að um að ræða skjáskot af hluta myndinnar, hún sést ekki öll.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Braga?

2.  Undir hvaða nafni er Vlad Tepes þekktastur?

3.  Fjallið K2 er næsthæsta og eitt hættulegasta fjall í heimi. En fyrir hvað stendur K-ið í nafni þess? Er K-ið til heiðurs ... A) Edwin Kelley landstjóra Breta 1874-1896, B) Karakorum-fjallgarðinum, C) Kasjmír-héraði, D) Ayub Khan og Yayah Khan hershöfðingjum sem réðu Pakistan hvor á fætur öðrum þótt óskyldir væru, E) Karlāṇī-ættbálknum í Pakistan.

4.  Hvað er Dua Lipa?

5.  Hvað heitir vefsíðan sem vakið hefur athygli að undanförnu og gerir fólki kleift að birta af sér myndir og fá greitt fyrir?

6.  Hvað kallast hin fyrrverandi Bandaríki í sjónvarpsseríunni The Handmaid's Tale?

7.  Við hvaða stöðuvatn stendur hið forna virki Masada?

8.  Árið 418 hafði mestallur Íberíuskagi (sem nú geymir Spán og Portúgal) verið undir stjórn Rómaveldis í rúm 500 ár. Þá birtist þar þjóð ein, sem lagði stóran hluta skagans undir sig og kom þar upp ríki sem stóð í þrjár aldir. Hvað nefndist sú þjóð? Hér þarf hárnákvæmt svar! 

9.  Hvar var stærsta flotastöð Bandamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni?

10.  Hver var borgarstjóri í Reykjavík á undan Degi B. Eggertssyni?

11.  Í hvaða ríki heitir forsætisráðherrann Viktor Mihály Orbán?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Portúgal.

2.  Dracula.

3.  Karakorum-fjallgarðinum.

4.  Söngkona á Bretlandi.

5.  OnlyFans.

6.  Gilead.

7.  Dauðahafið.

8.  Þetta var gotneskur ættbálkur sem yfirleitt er kallaður Vísi-Gotar en hin eldri útgáfa á nafni þeirra, Vestur-Gotar, telst líka rétt. En Gotar dugar sem sé ekki.

9.  Hvalfirði.

10.  Jón Gnarr.

11.  Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið á efri myndinni er eftir Georg Guðna.

Svona lítur það út í heild:

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá Lizu Minelli.

***

Og hér að neðan eru svo hlekkir á fleiri þrautir, sem una má við sumarlangt, eða vetrarlangt, ef þú skyldir vera að skoða þetta að vetrarlagi kannski í fjarlægri framtíð ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár