Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina sem sést hér að ofan? Athugið að um að ræða skjáskot af hluta myndinnar, hún sést ekki öll.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Braga?

2.  Undir hvaða nafni er Vlad Tepes þekktastur?

3.  Fjallið K2 er næsthæsta og eitt hættulegasta fjall í heimi. En fyrir hvað stendur K-ið í nafni þess? Er K-ið til heiðurs ... A) Edwin Kelley landstjóra Breta 1874-1896, B) Karakorum-fjallgarðinum, C) Kasjmír-héraði, D) Ayub Khan og Yayah Khan hershöfðingjum sem réðu Pakistan hvor á fætur öðrum þótt óskyldir væru, E) Karlāṇī-ættbálknum í Pakistan.

4.  Hvað er Dua Lipa?

5.  Hvað heitir vefsíðan sem vakið hefur athygli að undanförnu og gerir fólki kleift að birta af sér myndir og fá greitt fyrir?

6.  Hvað kallast hin fyrrverandi Bandaríki í sjónvarpsseríunni The Handmaid's Tale?

7.  Við hvaða stöðuvatn stendur hið forna virki Masada?

8.  Árið 418 hafði mestallur Íberíuskagi (sem nú geymir Spán og Portúgal) verið undir stjórn Rómaveldis í rúm 500 ár. Þá birtist þar þjóð ein, sem lagði stóran hluta skagans undir sig og kom þar upp ríki sem stóð í þrjár aldir. Hvað nefndist sú þjóð? Hér þarf hárnákvæmt svar! 

9.  Hvar var stærsta flotastöð Bandamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni?

10.  Hver var borgarstjóri í Reykjavík á undan Degi B. Eggertssyni?

11.  Í hvaða ríki heitir forsætisráðherrann Viktor Mihály Orbán?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Portúgal.

2.  Dracula.

3.  Karakorum-fjallgarðinum.

4.  Söngkona á Bretlandi.

5.  OnlyFans.

6.  Gilead.

7.  Dauðahafið.

8.  Þetta var gotneskur ættbálkur sem yfirleitt er kallaður Vísi-Gotar en hin eldri útgáfa á nafni þeirra, Vestur-Gotar, telst líka rétt. En Gotar dugar sem sé ekki.

9.  Hvalfirði.

10.  Jón Gnarr.

11.  Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið á efri myndinni er eftir Georg Guðna.

Svona lítur það út í heild:

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá Lizu Minelli.

***

Og hér að neðan eru svo hlekkir á fleiri þrautir, sem una má við sumarlangt, eða vetrarlangt, ef þú skyldir vera að skoða þetta að vetrarlagi kannski í fjarlægri framtíð ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár