431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

431. spurningaþraut: K2, Dua Lipa, Viktor Mihály Orbán og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina sem sést hér að ofan? Athugið að um að ræða skjáskot af hluta myndinnar, hún sést ekki öll.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Braga?

2.  Undir hvaða nafni er Vlad Tepes þekktastur?

3.  Fjallið K2 er næsthæsta og eitt hættulegasta fjall í heimi. En fyrir hvað stendur K-ið í nafni þess? Er K-ið til heiðurs ... A) Edwin Kelley landstjóra Breta 1874-1896, B) Karakorum-fjallgarðinum, C) Kasjmír-héraði, D) Ayub Khan og Yayah Khan hershöfðingjum sem réðu Pakistan hvor á fætur öðrum þótt óskyldir væru, E) Karlāṇī-ættbálknum í Pakistan.

4.  Hvað er Dua Lipa?

5.  Hvað heitir vefsíðan sem vakið hefur athygli að undanförnu og gerir fólki kleift að birta af sér myndir og fá greitt fyrir?

6.  Hvað kallast hin fyrrverandi Bandaríki í sjónvarpsseríunni The Handmaid's Tale?

7.  Við hvaða stöðuvatn stendur hið forna virki Masada?

8.  Árið 418 hafði mestallur Íberíuskagi (sem nú geymir Spán og Portúgal) verið undir stjórn Rómaveldis í rúm 500 ár. Þá birtist þar þjóð ein, sem lagði stóran hluta skagans undir sig og kom þar upp ríki sem stóð í þrjár aldir. Hvað nefndist sú þjóð? Hér þarf hárnákvæmt svar! 

9.  Hvar var stærsta flotastöð Bandamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni?

10.  Hver var borgarstjóri í Reykjavík á undan Degi B. Eggertssyni?

11.  Í hvaða ríki heitir forsætisráðherrann Viktor Mihály Orbán?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Portúgal.

2.  Dracula.

3.  Karakorum-fjallgarðinum.

4.  Söngkona á Bretlandi.

5.  OnlyFans.

6.  Gilead.

7.  Dauðahafið.

8.  Þetta var gotneskur ættbálkur sem yfirleitt er kallaður Vísi-Gotar en hin eldri útgáfa á nafni þeirra, Vestur-Gotar, telst líka rétt. En Gotar dugar sem sé ekki.

9.  Hvalfirði.

10.  Jón Gnarr.

11.  Ungverjalandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið á efri myndinni er eftir Georg Guðna.

Svona lítur það út í heild:

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá Lizu Minelli.

***

Og hér að neðan eru svo hlekkir á fleiri þrautir, sem una má við sumarlangt, eða vetrarlangt, ef þú skyldir vera að skoða þetta að vetrarlagi kannski í fjarlægri framtíð ...

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár