Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

Athugið hlekki sem birtast fyrir neðan þessa spurningaþraut. Þeir vísa til þrautarinnar í gær — og þrautarinnar á morgun, eftir að þessi dagur er liðinn!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sjá má hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1978 birtist fyrst fáni nokkur, sem hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar síðan, en er þó alltaf auðþekkjanlegur og raunar einn af þeim mest áberandi í veröldinni. Gilbert nokkur Baker hannaði frumgerð fánans. Hvaða fáni er þetta?

2.  Á þessum degi árið 1876 var aftur á móti háð orrusta ein í Montana-ríki í Bandaríkjunum. Hátt í 300 manna herflokkur Bandaríkjahers undir stjórn Custers ofursta var nærri alveg þurrkaður út. Hvar var þessi orrusta háð?

3.  Úr hópi andstæðinga Custers eru tveir langþekktastir. Nefnið að minnsta kosti annan þeirra.

4.  Hver málaði Monu Lisu?

5.  Hvernig litt er núllið á rúllettuhjóli?

6.  James Hoban hét maður, sem fæddist árið 1755 í Kilkenny-héraði á Írlandi. Hann gerðist arkitekt og frægð hans varð mest árið 1792 þegar hann vann samkeppni um að teikna hús, sem átti eftir að verða heldur betur sögufrægt. Hvaða hús var það?

7.  Hver leikstýrði kvikmyndunum Kill Bill, fyrsta og öðrum hluta?

8.  Blái engillinn er kvikmynd sem frumsýnd var 1930 í Þýskalandi og gerði aðalleikkonu sína heimsfræga. Hver var hún?

9.  Þótt hákarlar séu stórir og illúðlegir hafa þeir í rauninni ekki bein í nefinu, heldur ... hvað?

10.  Kona ein fæddist 1717 og rúmlega tvítug varð hún fyrst drottning í Bæheimi og síðar í Króatíu og Ungverjalandi.  Auk þess varð hún erkihertogaynja í Austurríki og loks keisaraynja yfir því sem kallað var heilaga rómverska ríkið, en við erum nú vön að kalla Habsborgararíkið um þær mundir. Hún var eina konan sem stýrði því. Hvað hét hún?

***

Síðari aukaspurning:

Græja, eins og sú sem sést á myndinni hér að neðan, var lengst af til á öllum sveitabæjum á Íslandi. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Regnbogafáni hinsegin fólks.

2.  Little Big Horn.

3.  Tȟatȟáŋka Íyotake sem er kallaður Sitting Bull á ensku og Tȟašúŋke Witkó, eða Crazy Horse.

4.  Leonardo.

5.  Grænt.

6.  Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum.

7.  Tarantino.

8.  Marlene Dietrich.

9.  Brjósk.

10.  María Teresa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hluti af Stjörnunótt eftir Vincent van Gogh.

Í heild er málverkið svona.

Á neðri myndinni er skilvinda. Hún var notuð til að „skilja“ nýmjólk úr kúnum og rann úr henni undanrenna annars vegar en rjómi hins vegar.

***

Og svo eru það hlekkirnir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár