Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

Athugið hlekki sem birtast fyrir neðan þessa spurningaþraut. Þeir vísa til þrautarinnar í gær — og þrautarinnar á morgun, eftir að þessi dagur er liðinn!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sjá má hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1978 birtist fyrst fáni nokkur, sem hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar síðan, en er þó alltaf auðþekkjanlegur og raunar einn af þeim mest áberandi í veröldinni. Gilbert nokkur Baker hannaði frumgerð fánans. Hvaða fáni er þetta?

2.  Á þessum degi árið 1876 var aftur á móti háð orrusta ein í Montana-ríki í Bandaríkjunum. Hátt í 300 manna herflokkur Bandaríkjahers undir stjórn Custers ofursta var nærri alveg þurrkaður út. Hvar var þessi orrusta háð?

3.  Úr hópi andstæðinga Custers eru tveir langþekktastir. Nefnið að minnsta kosti annan þeirra.

4.  Hver málaði Monu Lisu?

5.  Hvernig litt er núllið á rúllettuhjóli?

6.  James Hoban hét maður, sem fæddist árið 1755 í Kilkenny-héraði á Írlandi. Hann gerðist arkitekt og frægð hans varð mest árið 1792 þegar hann vann samkeppni um að teikna hús, sem átti eftir að verða heldur betur sögufrægt. Hvaða hús var það?

7.  Hver leikstýrði kvikmyndunum Kill Bill, fyrsta og öðrum hluta?

8.  Blái engillinn er kvikmynd sem frumsýnd var 1930 í Þýskalandi og gerði aðalleikkonu sína heimsfræga. Hver var hún?

9.  Þótt hákarlar séu stórir og illúðlegir hafa þeir í rauninni ekki bein í nefinu, heldur ... hvað?

10.  Kona ein fæddist 1717 og rúmlega tvítug varð hún fyrst drottning í Bæheimi og síðar í Króatíu og Ungverjalandi.  Auk þess varð hún erkihertogaynja í Austurríki og loks keisaraynja yfir því sem kallað var heilaga rómverska ríkið, en við erum nú vön að kalla Habsborgararíkið um þær mundir. Hún var eina konan sem stýrði því. Hvað hét hún?

***

Síðari aukaspurning:

Græja, eins og sú sem sést á myndinni hér að neðan, var lengst af til á öllum sveitabæjum á Íslandi. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Regnbogafáni hinsegin fólks.

2.  Little Big Horn.

3.  Tȟatȟáŋka Íyotake sem er kallaður Sitting Bull á ensku og Tȟašúŋke Witkó, eða Crazy Horse.

4.  Leonardo.

5.  Grænt.

6.  Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum.

7.  Tarantino.

8.  Marlene Dietrich.

9.  Brjósk.

10.  María Teresa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hluti af Stjörnunótt eftir Vincent van Gogh.

Í heild er málverkið svona.

Á neðri myndinni er skilvinda. Hún var notuð til að „skilja“ nýmjólk úr kúnum og rann úr henni undanrenna annars vegar en rjómi hins vegar.

***

Og svo eru það hlekkirnir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár