Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

425. spurningaþraut: Drottning sem fæddist 1717 og arkitekt, fæddur 1755

Athugið hlekki sem birtast fyrir neðan þessa spurningaþraut. Þeir vísa til þrautarinnar í gær — og þrautarinnar á morgun, eftir að þessi dagur er liðinn!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sjá má hluta af hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1978 birtist fyrst fáni nokkur, sem hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar síðan, en er þó alltaf auðþekkjanlegur og raunar einn af þeim mest áberandi í veröldinni. Gilbert nokkur Baker hannaði frumgerð fánans. Hvaða fáni er þetta?

2.  Á þessum degi árið 1876 var aftur á móti háð orrusta ein í Montana-ríki í Bandaríkjunum. Hátt í 300 manna herflokkur Bandaríkjahers undir stjórn Custers ofursta var nærri alveg þurrkaður út. Hvar var þessi orrusta háð?

3.  Úr hópi andstæðinga Custers eru tveir langþekktastir. Nefnið að minnsta kosti annan þeirra.

4.  Hver málaði Monu Lisu?

5.  Hvernig litt er núllið á rúllettuhjóli?

6.  James Hoban hét maður, sem fæddist árið 1755 í Kilkenny-héraði á Írlandi. Hann gerðist arkitekt og frægð hans varð mest árið 1792 þegar hann vann samkeppni um að teikna hús, sem átti eftir að verða heldur betur sögufrægt. Hvaða hús var það?

7.  Hver leikstýrði kvikmyndunum Kill Bill, fyrsta og öðrum hluta?

8.  Blái engillinn er kvikmynd sem frumsýnd var 1930 í Þýskalandi og gerði aðalleikkonu sína heimsfræga. Hver var hún?

9.  Þótt hákarlar séu stórir og illúðlegir hafa þeir í rauninni ekki bein í nefinu, heldur ... hvað?

10.  Kona ein fæddist 1717 og rúmlega tvítug varð hún fyrst drottning í Bæheimi og síðar í Króatíu og Ungverjalandi.  Auk þess varð hún erkihertogaynja í Austurríki og loks keisaraynja yfir því sem kallað var heilaga rómverska ríkið, en við erum nú vön að kalla Habsborgararíkið um þær mundir. Hún var eina konan sem stýrði því. Hvað hét hún?

***

Síðari aukaspurning:

Græja, eins og sú sem sést á myndinni hér að neðan, var lengst af til á öllum sveitabæjum á Íslandi. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Regnbogafáni hinsegin fólks.

2.  Little Big Horn.

3.  Tȟatȟáŋka Íyotake sem er kallaður Sitting Bull á ensku og Tȟašúŋke Witkó, eða Crazy Horse.

4.  Leonardo.

5.  Grænt.

6.  Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum.

7.  Tarantino.

8.  Marlene Dietrich.

9.  Brjósk.

10.  María Teresa.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hluti af Stjörnunótt eftir Vincent van Gogh.

Í heild er málverkið svona.

Á neðri myndinni er skilvinda. Hún var notuð til að „skilja“ nýmjólk úr kúnum og rann úr henni undanrenna annars vegar en rjómi hins vegar.

***

Og svo eru það hlekkirnir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kjósendur vilji ekki hermikráku
7
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.
Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
9
Fréttir

Hrafn­hild­ur er dauð­þreytt á ras­ist­um: „Ég myndi aldrei leggj­ast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
6
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár