Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

417. spurningaþraut: Rammíslenskar spurningar á þjóðhátíðardaginn

417. spurningaþraut: Rammíslenskar spurningar á þjóðhátíðardaginn

Þraut frá í gær.

***

Í tilefni þjóðhátíðardagsins verða allar spurningarnar í dag um Ísland eða Íslendinga á einn eða annan hátt.

Og fyrri aukaspurningin er til dæmis þessi:

Hvaða íslenska hljómsveit stillir sér upp á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna sumir til [...] víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið.“ Svo segir í Landnámu. Hvað nefnist víkingurinn sem fyrstur fann Ísland samkvæmt þessari frásögn?

2.  „Þá kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi [hraunið] hlaupa á bæ Þórodds goða [sem tekið hafði kristni]. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að goðin reiðist ...“ Þá mælti [einn viðstaddra]: „Um hvað reiddust goðin, þá hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ — Svo segir í Kristnisögu, en hver mælti svo skörulega?

3.  „Allir vildu [HVERJA] kveðið hafa.“ Svo segir máltækið og á við kvæði sem hét ...?

4.  Íslendingar hafa gjarnan stært sig af því gegnum tíðinda að vera allir komnir af Jóni biskupi Arasyni sem uppi var á fyrri hluta 16. aldar. Þá gleymist yfirleitt að sé svo, þá eru þeir jafnframt allir komnir af konu Jóns biskups — sem nefndist að vísu fylgikona, en ekki eiginkona, þar eð hann var guðsmaður. En hvað hét kona Jóns Arasonar? Fornafn hennar nægir.

5.  Og þá liggur nú beint við að leggja fram hina klassísku Trivial-spurningu: Hvað hét kona Jóns Sigurðssonar sem nefndur var forseti? Að þessu sinni verður fullt nafn að skila sér.

6.  Hvaða fjörður er á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar?

7.  Snemma á 20. öld reis havarí mikið við Reykjavíkurhöfn þegar ungur maður reri þar um fána sem margir töldu tákn um sjálfstætt Ísland. Hvernig var sá fáni?

8.  Maður nokkur stofnaði um svipað leyti félagið Títan. Fyrir hverju átti það að beita sér?

9.  Nafnið á frægu fjalli íslensku er talið merkja „flögustein“ sem gjarnan var notaður til að kveikja eld í eldstæði. Hvaða fjall á Íslandi heitir því (líklega) í rauninni Flögusteinn?

10.  Hvaða ár fengu íslenskar konur kosningarétt?  

***

Seinni aukaspurning:

Að gefnu tilefni, hvaða staður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Naddoddur, Naddoður.

2.  Snorri goði.

3.  Lilju.

4.  Helga.

5.  Ingibjörg Einarsdóttir.

6.  Héðinsfjörður.

7.  Hvítur kross á bláum grunni, „bláhvíti fáninn“.

8.  Virkjun fossa.

9.  Esjan.

10.  1915.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hljómsveit Ólafs Gauks.

Með henni tróð upp söngkonan Svanhildur Jakobsdóttir.

Á neðri myndinni er aftur á móti Vík í Mýrdal, sögusvið sjónvarpsseríunnar Kötlu sem sýningar hefjast á á Netflix í dag.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár