Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

417. spurningaþraut: Rammíslenskar spurningar á þjóðhátíðardaginn

417. spurningaþraut: Rammíslenskar spurningar á þjóðhátíðardaginn

Þraut frá í gær.

***

Í tilefni þjóðhátíðardagsins verða allar spurningarnar í dag um Ísland eða Íslendinga á einn eða annan hátt.

Og fyrri aukaspurningin er til dæmis þessi:

Hvaða íslenska hljómsveit stillir sér upp á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna sumir til [...] víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið.“ Svo segir í Landnámu. Hvað nefnist víkingurinn sem fyrstur fann Ísland samkvæmt þessari frásögn?

2.  „Þá kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi [hraunið] hlaupa á bæ Þórodds goða [sem tekið hafði kristni]. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að goðin reiðist ...“ Þá mælti [einn viðstaddra]: „Um hvað reiddust goðin, þá hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ — Svo segir í Kristnisögu, en hver mælti svo skörulega?

3.  „Allir vildu [HVERJA] kveðið hafa.“ Svo segir máltækið og á við kvæði sem hét ...?

4.  Íslendingar hafa gjarnan stært sig af því gegnum tíðinda að vera allir komnir af Jóni biskupi Arasyni sem uppi var á fyrri hluta 16. aldar. Þá gleymist yfirleitt að sé svo, þá eru þeir jafnframt allir komnir af konu Jóns biskups — sem nefndist að vísu fylgikona, en ekki eiginkona, þar eð hann var guðsmaður. En hvað hét kona Jóns Arasonar? Fornafn hennar nægir.

5.  Og þá liggur nú beint við að leggja fram hina klassísku Trivial-spurningu: Hvað hét kona Jóns Sigurðssonar sem nefndur var forseti? Að þessu sinni verður fullt nafn að skila sér.

6.  Hvaða fjörður er á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar?

7.  Snemma á 20. öld reis havarí mikið við Reykjavíkurhöfn þegar ungur maður reri þar um fána sem margir töldu tákn um sjálfstætt Ísland. Hvernig var sá fáni?

8.  Maður nokkur stofnaði um svipað leyti félagið Títan. Fyrir hverju átti það að beita sér?

9.  Nafnið á frægu fjalli íslensku er talið merkja „flögustein“ sem gjarnan var notaður til að kveikja eld í eldstæði. Hvaða fjall á Íslandi heitir því (líklega) í rauninni Flögusteinn?

10.  Hvaða ár fengu íslenskar konur kosningarétt?  

***

Seinni aukaspurning:

Að gefnu tilefni, hvaða staður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Naddoddur, Naddoður.

2.  Snorri goði.

3.  Lilju.

4.  Helga.

5.  Ingibjörg Einarsdóttir.

6.  Héðinsfjörður.

7.  Hvítur kross á bláum grunni, „bláhvíti fáninn“.

8.  Virkjun fossa.

9.  Esjan.

10.  1915.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hljómsveit Ólafs Gauks.

Með henni tróð upp söngkonan Svanhildur Jakobsdóttir.

Á neðri myndinni er aftur á móti Vík í Mýrdal, sögusvið sjónvarpsseríunnar Kötlu sem sýningar hefjast á á Netflix í dag.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár