Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning: Í febrúar 1953 lenti farþegaflugvél frá Danmörku í New York. Fjöldi blaðamanna beið eftir vélinni. Um borð var danska konungsfjölskyldan en það var samt ekki það fólk sem blaðamennirnir biðu eftir, heldur vildu þeir komast í tæri við konuna á myndinni hér að ofan. Hún hét Christine Jorgensen og var reyndar bandarísk en ekki dönsk, þótt hún hafi vissulega átt ættir að rekja til Danmerkur. En hvers vegna voru blaðamennirnir svo spenntir fyrir komu hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Eyja ein er gríðarstór — eða 55.000 ferkílómetrar, sem er meira en helmingurinn af Íslandi. Hún er talin 27. stærsta eyja í öllum heiminum. Þar býr samt enginn, ekki nokkur einasti maður. Hvaða ríki tilheyrir þessi eyja?

2.  Ekki er algengt að lönd séu kennd við jurtir en eitt ríki í veröldinni er þó kennt við stórt tré af belgjurta- eða baunaætt. Viður af þessu tré var og er eftirsóttur vegna þess hve rauðleitur hann er. Hvaða land er hér um að ræða?

3.  Hvað heitir sundið milli Viðeyjar og Reykjavíkur?

4.  Jón Ögmundsson tók í byrjun tólftu aldar við nýju starfi, fyrstur manna. Hvað var það?

5.  Boris Johnson forsætisráðherra Breta gekk í hjónaband um daginn. Hvað heitir hin lukkulega frú hans — og hér dugar fornafnið?

6.  Í hvaða landi er borgin Tampere?

7.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Mávastellið?

8.  Hvaða tónlistarmaður eða tónlistarmenn unnu Eurovision keppnina um daginn?

9.  Hvaða starfi gegndi Anne Boleyn í þrjú ár á fyrri hluta 16. aldar?

10.  Einar Arnórsson, Björn Jónsson, Hannes Hafstein, Kristján Jónsson og Sigurður Eggerz. Hvað eiga þessir fimm karlar sameiginlegt — og aðeins þeir?

***

Seinni aukaspurning: Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kanada. Eyjan heitir Devon.

2.  Brasilía.

3  Viðeyjarsund

4.  Biskup á Hólum. „Biskup“ eitt og sér dugar eki.

5.  Carrie.

6.  Finnlandi.

7.  Grýlurnar.

8.  Måneskin.

9.  Hún var drottning Englands.

10.  Þeir voru ráðherrar á tímum heimastórnarinnar 1904-1917 þegar ráðherra Íslands var aðeins einn.

***

Svör við aukaspurningum:

Christine Jorgensen var ein af fyrstu transkonunum sem vöktu verulega athygli á Vesturlöndum.

Á neðri myndinni er Nasser leiðtogi Egiftalands.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár