Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning: Í febrúar 1953 lenti farþegaflugvél frá Danmörku í New York. Fjöldi blaðamanna beið eftir vélinni. Um borð var danska konungsfjölskyldan en það var samt ekki það fólk sem blaðamennirnir biðu eftir, heldur vildu þeir komast í tæri við konuna á myndinni hér að ofan. Hún hét Christine Jorgensen og var reyndar bandarísk en ekki dönsk, þótt hún hafi vissulega átt ættir að rekja til Danmerkur. En hvers vegna voru blaðamennirnir svo spenntir fyrir komu hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Eyja ein er gríðarstór — eða 55.000 ferkílómetrar, sem er meira en helmingurinn af Íslandi. Hún er talin 27. stærsta eyja í öllum heiminum. Þar býr samt enginn, ekki nokkur einasti maður. Hvaða ríki tilheyrir þessi eyja?

2.  Ekki er algengt að lönd séu kennd við jurtir en eitt ríki í veröldinni er þó kennt við stórt tré af belgjurta- eða baunaætt. Viður af þessu tré var og er eftirsóttur vegna þess hve rauðleitur hann er. Hvaða land er hér um að ræða?

3.  Hvað heitir sundið milli Viðeyjar og Reykjavíkur?

4.  Jón Ögmundsson tók í byrjun tólftu aldar við nýju starfi, fyrstur manna. Hvað var það?

5.  Boris Johnson forsætisráðherra Breta gekk í hjónaband um daginn. Hvað heitir hin lukkulega frú hans — og hér dugar fornafnið?

6.  Í hvaða landi er borgin Tampere?

7.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Mávastellið?

8.  Hvaða tónlistarmaður eða tónlistarmenn unnu Eurovision keppnina um daginn?

9.  Hvaða starfi gegndi Anne Boleyn í þrjú ár á fyrri hluta 16. aldar?

10.  Einar Arnórsson, Björn Jónsson, Hannes Hafstein, Kristján Jónsson og Sigurður Eggerz. Hvað eiga þessir fimm karlar sameiginlegt — og aðeins þeir?

***

Seinni aukaspurning: Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kanada. Eyjan heitir Devon.

2.  Brasilía.

3  Viðeyjarsund

4.  Biskup á Hólum. „Biskup“ eitt og sér dugar eki.

5.  Carrie.

6.  Finnlandi.

7.  Grýlurnar.

8.  Måneskin.

9.  Hún var drottning Englands.

10.  Þeir voru ráðherrar á tímum heimastórnarinnar 1904-1917 þegar ráðherra Íslands var aðeins einn.

***

Svör við aukaspurningum:

Christine Jorgensen var ein af fyrstu transkonunum sem vöktu verulega athygli á Vesturlöndum.

Á neðri myndinni er Nasser leiðtogi Egiftalands.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár