Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

413. spurningaþraut: Af hverju tók enginn eftir konungsfjölskyldunni?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning: Í febrúar 1953 lenti farþegaflugvél frá Danmörku í New York. Fjöldi blaðamanna beið eftir vélinni. Um borð var danska konungsfjölskyldan en það var samt ekki það fólk sem blaðamennirnir biðu eftir, heldur vildu þeir komast í tæri við konuna á myndinni hér að ofan. Hún hét Christine Jorgensen og var reyndar bandarísk en ekki dönsk, þótt hún hafi vissulega átt ættir að rekja til Danmerkur. En hvers vegna voru blaðamennirnir svo spenntir fyrir komu hennar?

***

Aðalspurningar:

1.  Eyja ein er gríðarstór — eða 55.000 ferkílómetrar, sem er meira en helmingurinn af Íslandi. Hún er talin 27. stærsta eyja í öllum heiminum. Þar býr samt enginn, ekki nokkur einasti maður. Hvaða ríki tilheyrir þessi eyja?

2.  Ekki er algengt að lönd séu kennd við jurtir en eitt ríki í veröldinni er þó kennt við stórt tré af belgjurta- eða baunaætt. Viður af þessu tré var og er eftirsóttur vegna þess hve rauðleitur hann er. Hvaða land er hér um að ræða?

3.  Hvað heitir sundið milli Viðeyjar og Reykjavíkur?

4.  Jón Ögmundsson tók í byrjun tólftu aldar við nýju starfi, fyrstur manna. Hvað var það?

5.  Boris Johnson forsætisráðherra Breta gekk í hjónaband um daginn. Hvað heitir hin lukkulega frú hans — og hér dugar fornafnið?

6.  Í hvaða landi er borgin Tampere?

7.  Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Mávastellið?

8.  Hvaða tónlistarmaður eða tónlistarmenn unnu Eurovision keppnina um daginn?

9.  Hvaða starfi gegndi Anne Boleyn í þrjú ár á fyrri hluta 16. aldar?

10.  Einar Arnórsson, Björn Jónsson, Hannes Hafstein, Kristján Jónsson og Sigurður Eggerz. Hvað eiga þessir fimm karlar sameiginlegt — og aðeins þeir?

***

Seinni aukaspurning: Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kanada. Eyjan heitir Devon.

2.  Brasilía.

3  Viðeyjarsund

4.  Biskup á Hólum. „Biskup“ eitt og sér dugar eki.

5.  Carrie.

6.  Finnlandi.

7.  Grýlurnar.

8.  Måneskin.

9.  Hún var drottning Englands.

10.  Þeir voru ráðherrar á tímum heimastórnarinnar 1904-1917 þegar ráðherra Íslands var aðeins einn.

***

Svör við aukaspurningum:

Christine Jorgensen var ein af fyrstu transkonunum sem vöktu verulega athygli á Vesturlöndum.

Á neðri myndinni er Nasser leiðtogi Egiftalands.

***

Og loks, þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár