Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

412. spurningaþraut: Hvar er Llanfair­pwllgwyn og svo framvegis?

412. spurningaþraut: Hvar er Llanfair­pwllgwyn og svo framvegis?

Hér leynist undir hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er næst fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi? 

2.  Í hvaða landi er bæjarfélagið Llanfair­pwllgwyngyll­gogery­chwyrn­drobwll­llan­tysilio­gogo­goch? Hér þarf nákvæmt svar.

3.  Ragnhildur Helgadóttir sat á þingi frá 1956 til 1991 en að vísu með tveimur hléum. Hún var jafnframt ráðherra í fjögur ár. Fyrir hvaða flokk?

4.  Faðir Ragnhildar var læknir og kom mikið við sögu í frægu pólitísku hneykslismáli sem brast á með látum einmitt sama ár og Ragnhildur fæddist. Hvað er þetta hneykslismál kallað?

5.  „Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í.“ Hver samdi?

6.  Hvar voru höfuðbækistöðvar Medici-ættarinnar þegar hæst bar á 15. og 16. öld?

7.  Bleikja og urriði eru undirtegundir hvaða fisks?

8.  Hvað hét eiginkona Abrahams, sem eignaðist son nærri hundrað ára gömul?

9.  Hvaða nafn fékk sonurinn?

10.  Breti einn fæddist árið 1790. Hann hét George að skírnarnafni en eftirnafn hans er einmitt það sem ég er nú að spyrja um. Við hann er kennt ákveðið fyrirbæri í náttúrunni sem flestir eða allir þekkja, en hann var sjálfur alveg á móti því að það fengi nafn af sér — enda hafði hann enga persónulega reynslu af því. Nærtækari nöfn á fyrirbærinu eru til dæmis Qomolangma, Deodungha eða jafnvel 珠穆朗瑪峰. En nafnið hans George virðist fast á þessu fyrirbæri. Hvað hét hann að eftirnafni?

***

Seinni aukaspurning:

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kópavogur.

2.  Veils. Bretland dugar ekki — ekki einu sinni þótt Veils hafi raunar heitið Bretland til forna.

3.  Sjálfstæðisflokkinn.

4.  Stóra bomban (1930).

5.  Davíð Stefánsson.

6.  Flórens.

7.  Silungs.

8.  Sara.

9.  Ísak.

10.  Everest.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá filmstjörnuna Marilyn Monroe.

Myndina alla má sjá hér til hliðar.

Neðri myndin var tekin í Berlín — eins og sjá má á Brandenborgarhliðinu neðst til hægri.

***

Hér leynist enn undir hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár