Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kynntist föður sínum eftir að hann dó

Ninja Sif Jón­ínu­dótt­ir hafði aldrei séð föð­ur sinn, en allt í einu stóð hún frammi fyr­ir jarð­nesk­um leif­um hans í kirkj­unni.

Ninja Sif Jónínudóttir er arkitekt og einstæð móðir tvíburadrengja. Sjálf er hún alin upp af einstæðri móður í miðbæ Reykjavíkur. Í uppvextinum hafði hún aldrei barið föður sinn augum, en þegar hann dó síðasta vor var hún dregin inn í atburðarás sem hún átti síst von á. Í gegnum þetta ferli lærði hún að fyrirgefa föður sínum og eignaðist fjölskyldu sem hún hafði ekki áður þekkt. 

Spurningar án svara 

Sem barn einstæðrar móður fann hún snemma fyrir félagslegri sérstöðu. Hún átti erfitt með að svara spurningum um uppruna sinn því hún þekkti hvorki föður sinn né fjölskyldu hans. „Í sex ára bekk vorum við bara tvö sem áttum ekki mömmu og pabba sem voru saman. Það voru allir mjög áhugasamir um að vita hver mín saga væri, því ég þekkti ekki pabba minn og vissi ekki hvað hann gerði. Þetta voru svona spurningar sem voru engin svör við. Það var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu