Eydís Víglundsdóttir bjó fyrstu árin í Reykjavík en svo flutti fjölskyldan til Njarðvíkur þegar hún var níu ára þar sem hún var oft uppi í heiði að tína ber. „Og á veturna var maður á skautum úti á götu.“
Svo var aftur flutt til Reykjavíkur þremur árum síðar. Í miðbæinn.
„Það var bara mjög gott að búa í miðbænum. Ég var mikið með vinkonum mínum og ég held að við höfum verið miklir englar. Við vorum ekkert mikið að fara í partí, enda veit ég ekki hvort ég hefði þorað það ef mér hefði verið boðið.“
Hún segist alltaf hafa verið feimin. Félagsfælin.
„Ég var alltaf með varann á um að ég væri að gera rétt og að það yrði hlegið að mér. Og það varð alltaf allt að vera eftir bókinni. Ég hef alltaf átt mjög góða vini en ég hef aldrei getað sleppt mér neitt að ráði. …
Athugasemdir