Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.

Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Eydís Víglundsdóttir „Ég held ég hafi verið þunglynd sem krakki. Ef ég hugsa til baka þá átti ég alveg mínar stundir þar sem ég vildi bara vera ein og mér leið illa en ég vissi ekki af hverju. En svo átti ég mínar hæðir líka.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Eydís Víglundsdóttir bjó fyrstu árin í Reykjavík en svo flutti fjölskyldan til Njarðvíkur þegar hún var níu ára þar sem hún var oft uppi í heiði að tína ber. „Og á veturna var maður á skautum úti á götu.“

Svo var aftur flutt til Reykjavíkur þremur árum síðar. Í miðbæinn.

„Það var bara mjög gott að búa í miðbænum. Ég var mikið með vinkonum mínum og ég held að við höfum verið miklir englar. Við vorum ekkert mikið að fara í partí, enda veit ég ekki hvort ég hefði þorað það ef mér hefði verið boðið.“

Hún segist alltaf hafa verið feimin. Félagsfælin.

„Ég var alltaf með varann á um að ég væri að gera rétt og að það yrði hlegið að mér. Og það varð alltaf allt að vera eftir bókinni. Ég hef alltaf átt mjög góða vini en ég hef aldrei getað sleppt mér neitt að ráði. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár