Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto, eða Villi eins og hann er jafnan kallaður, hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hann sló rækilega í gegn í sjónvarpi landsmanna um áramótin þegar hann lék í Skaupssenu eftir Hugleik Dagsson. Villi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann fer með aðalhlutverkið í skoplegu heimildarháðsþáttunum Hver drap Friðrik Dór? sem sýndir verða á Sjónvarpi Símans í febrúar. Samhliða blómstrandi leiklistarferli er hann hluti af uppistandshópnum VHS, ásamt því að halda úti sagnfræðihlaðvarpinu Já OK.
Blaðamaður Stundarinnar hittir Villa á kaffihúsinu Stofunni í miðborg Reykjavíkur. Hann er með hlýja nærveru og hlær nánast allt viðtalið. Hann er líka einlægur og opinn, óhræddur við að ræða alvarlegri stef í tilveru sinni. Hann talar opinskátt um geðræn vandamál og baráttu sína fyrir andlegu heilbrigði. Undanfarið ár hefur hann hefur lagt mikla vinnu í að byggja það upp, með aðstoð sálfræðings á Kvíðameðferðarstöðinni. Kvíðinn …
Athugasemdir