Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja

Kristján Þór Júlí­us­son, nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Dal­vík, Ísa­firði og Ak­ur­eyri, hef­ur í 30 ár ver­ið sagð­ur hygla út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja. Á síð­ast­liðn­um ára­tug­um hef­ur Kristján Þór ver­ið stjórn­ar­formað­ur Sam­herja, unn­ið fyr­ir út­gerð­ina sem sjómað­ur, um­geng­ist Þor­stein Má Bald­vins­son við mý­mörg til­felli, ver­ið við­stadd­ur sam­kom­ur hjá út­gerð­inni, auk þess sem eig­in­kona hans hann­aði merki fyr­ir­tæk­is­ins.

Sú afstaða sem felst í því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti „læk“ við gagnrýna færslu á Facebook um umfjöllun RÚV um Samherja hefur ekki verið tekin til sérstakrar umræðu í ríkisstjórninni. Litið er svo á að afstaða Kristjáns Þórs til Samherjamálanna tveggja, Seðlabanka- og Namibíumálsins, sé hans eigin persónulega afstaða sem tengist ekki ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins með beinum hætti.

Þetta kemur fram í svörum frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við spurningum Stundarinnar um mat hennar á þessari afstöðu Kristjáns Þórs sem birtist í viðbrögðum hans við umrædda Facebook-færslu. Þar lækaði Kristján harða gagnrýni á umfjöllun RÚV um Seðlabanka- og Namibíumál fyrirtækisins. Kristján Þór hefur bæði verið stjórnarformaður Samherja sem og unnið hjá útgerðinni við sjómennsku í gegnum tíðina auk þess sem hann og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eru nánir vinir samkvæmt skilyrðum stjórnsýslulaga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár