Í daglegum gönguferðum sínum ræða ungur hundur og gamall maður saman um lífið og tilveruna. Gamli maðurinn heitir Þráinn og sambýlishundur hans er franski bolabíturinn Theobald.
Þetta eru örsögur og örstutt samtöl. Gaman og alvara. Safn lítilla ævintýra um fjölbreytni hversdagsleikans.
- Glás af dýrmætum augnablikum, segir Theobald.
Þannig er Hundalíf saga vinanna Þráins Bertelssonar og Theobalds kynnt á bakhlið bókarinnar.
„Hún er fyrst og fremst um leit. Og ef hún hefur einhvern boðskap í sambandi við þessa leit þá er það „leitið og þér munuð finna“. Án þess að vera trúarlegs eðlis fjallar hún um leitina að einhverri vellíðan, hamingju eða eins og Theobald kallar það „dýrmæt augnablik“. Við erum saman og erum að leita. Við gerum það á göngunni sem við förum í daglega og þegar við erum tveir að tjilla þá erum við að leita að dýrmætu augnablikunum sem standa öllum til boða og eru úti um …
Athugasemdir