Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fann frið í fangelsinu

Á sín­um yngri ár­um var Völ­und­ur Þor­björns­son óstýri­lát­ur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörf­in fyr­ir at­hygli ágerð­ist eft­ir móð­ur­missi, spenn­an stig­magn­að­ist og ákær­ur hrönn­uð­ust inn. Í fang­elsi fann hann loks frið og upp­lifði dvöl­ina ekki sem frels­is­svipt­ingu held­ur end­ur­ræs­ingu. Í kjöl­far­ið upp­lifði hann am­er­íska draum­inn í Kan­ada og styð­ur nú við son í kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli.

Fann frið í fangelsinu
Völundur Þorbjörnsson Segist aldrei vera hræddur við að hlutirnir gangi ekki. Mynd: Úr einkasafni

Þörfin fyrir spennu fylgdi Völundi Þorbjarnarsyni lengi. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík, átti „yndislega æsku“ og var rólegt barn framan af, jafnvel til fyrirmyndar fram að fermingu. Skólagangan var að vísu skrautleg, segir hann, sem gekk vel í þeim fögum sem hann hafði áhuga á en ekkert í öðrum. Á seinni hluta unglingsáranna fór hann að finna fyrir ákveðnum einkennum og lífið fór að breytast. „Mér leið best þegar það var mikið að gera. Sextán ára gamall var ég kominn á sjóinn og hafði engan áhuga á að mennta mig.“

Það var um það leyti sem lífið fór að breytast. Hann fór að finna fyrir óróleika ef það var ekkert að gera og ekkert fram undan. „Hlutirnir þurftu alltaf að vera spennandi, alltaf eitthvert plan sem ég hlakkaði til. Í Húsavík á 8. áratugnum var takmarkað framboð af afþreyingu og íþróttir var það besta sem var í boði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangar og ADHD

Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
ViðtalFangar og ADHD

Ómeð­höndl­að ADHD get­ur boð­ið hætt­unni heim

Tal­ið er að sjö til átta pró­sent fólks sé með tauga­þroskarösk­un­ina ADHD. Nauð­syn­legt er að greina ADHD á fyrstu ár­um grunn­skóla og bjóða upp á við­eig­andi með­ferð, því ómeð­höndl­að get­ur það haft nei­kvæð áhrif á ein­stak­ling­inn og fólk­ið í kring­um hann. Ef barn með ADHD fær ekki að­stoð aukast lík­ur á að fram komi fylgirask­an­ir, sem geta orð­ið mun al­var­legri en ADHD-ein­kenn­in.
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
ViðtalFangar og ADHD

Föng­um nú boð­ið upp á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu

Geð­heilsu­teymi fang­elsa er ný­legt teymi á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in er fjöl­þætt og er boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. „ADHD-lyf­in draga nátt­úr­lega úr hvat­vís­inni sem mað­ur von­ar að verði til þess að við­kom­andi brjóti ekki af sér aft­ur eða fari að nota vímu­efni aft­ur,“ seg­ir Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár