Þörfin fyrir spennu fylgdi Völundi Þorbjarnarsyni lengi. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík, átti „yndislega æsku“ og var rólegt barn framan af, jafnvel til fyrirmyndar fram að fermingu. Skólagangan var að vísu skrautleg, segir hann, sem gekk vel í þeim fögum sem hann hafði áhuga á en ekkert í öðrum. Á seinni hluta unglingsáranna fór hann að finna fyrir ákveðnum einkennum og lífið fór að breytast. „Mér leið best þegar það var mikið að gera. Sextán ára gamall var ég kominn á sjóinn og hafði engan áhuga á að mennta mig.“
Það var um það leyti sem lífið fór að breytast. Hann fór að finna fyrir óróleika ef það var ekkert að gera og ekkert fram undan. „Hlutirnir þurftu alltaf að vera spennandi, alltaf eitthvert plan sem ég hlakkaði til. Í Húsavík á 8. áratugnum var takmarkað framboð af afþreyingu og íþróttir var það besta sem var í boði …
Athugasemdir