Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Beint: Landakotsskýrslan kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, segir Páll Matthíason

„Það var ekki hægt að koma í veg fyr­ir að smit myndu ber­ast inn, því mið­ur,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, um hóp­sýk­ingu Covid-19 á Landa­koti. Tal­ið er að fleiri en ein mann­eskja hafi bor­ið inn smit. Gríð­ar­leg dreif­ing veirunn­ar skýrist af hús­næð­inu og skorti á mannafla.

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti eru ástæður hennar sagðar margþættar. Talið er að nokkur smit hafi borist þangað inn á skömmum tíma. Í mati skýrsluhöfundar, Lovísu Bjarkar Ólafsdóttur sérfræðilæknis í smitsjúkdómum og sýkingarvörnum, kemur fram að ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti sé ófullnægjandi og líklegt sé að þessir þættir séu megin orsök þess hversu mikil dreifing varð á smiti innan stofnunarinnar. Þá segir í niðurstöðum Lovísu Bjarkar að mönnun á Landkoti hafi verið ónóg og æskilegt hefði verið að bæta mönnun þannig að hægt hefði verið að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum.

Hér að ofan má fylgjast með blaðamannafundi Landspítalans þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar.

Í lokaorðum sínum sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að reynt verði að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, en vísaði í þá leið að halda smitum niðri í samfélaginu.

„Við hörmum enn og aftur það að þetta hafi komið upp og erum að gera okkar allra besta til að læra af reynslunni og reyna að fyrirbyggja, ef hægt er, að svona gerist aftur. Ég ítreka að við telum ekki ásættanlegt að fólk látist af völdum Covid-19-veirunnar, þótt það gerist því miður, og við gerum okkar allra besta til að hindra að slíkt gerist. Og ég vil enn og ný ítreka að það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn, þannig að við erum öll saman í þessu, allt samfélagið, enda kom það skýrt fram í þessari athugun, hversu mikilvægt það er að halda smiti niðri í samfélaginu til þess að vernda okkar veikustu einstaklinga.“


Textalýsingin uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár