Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enginn velur afa sinn. Eða hvers vegna fastakúnninn á ekki að reka barinn

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son tók að sér að bjarga Ís­landi, en náði ekki að bjarga Vinstri græn­um. Fram­halds­saga Karls Th. Birg­is­son­ar af for­seta og ald­urs­for­seta Al­þing­is held­ur áfram.

Enginn velur afa sinn. Eða hvers vegna fastakúnninn á ekki að reka barinn

Ágætu lesendur. Við röktum í síðustu grein um Steingrím J. Sigfússon hversu mikið hann lagði á sig til þess að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar árið 2007.

Hann dró sjálfur að vísu mjög úr því síðar, en allt liggur það fyrir staðfest af mörgum vitnisburðum, þar á meðal hans eigin.

Staðreyndin var sú að Steingrími leiddist í eilífri stjórnarandstöðu, þar sem hann hafði verið síðan 1991. Lái honum hver sem vill. Árin þar urðu átján.

Þá tók við án efa viðburðaríkasti og erfiðasti kaflinn í persónulegri og pólitískri sögu Steingríms.

Það er synd að gera honum skil í stuttu máli, en þetta er ekki ævisaga Steingríms, heldur svipmynd í stórum dráttum.

En Steingrímur komst semsagt loksins aftur í ríkisstjórn. Árið 2009.

Tvær minnihlutastjórnir

Reyndar urðu þær tvær. Sú fyrri var minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins, en nýr formaður hans …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár