Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Glataði nánast öllu í kakkalakkafaraldri í Laugardalnum

Eli­verta Pana­riti þurfti að flýja íbúð í Laug­ar­daln­um vegna plágu af kakka­lökk­um. Lögráða­mað­ur leigu­sala held­ur leigu­trygg­ingu henn­ar eft­ir þar sem hún skildi mögu­lega smit­aða bú­slóð eft­ir.

„Íbúðin er ekki laus við skordýrin, þau eru enn fleiri núna ef eitthvað er. Ég hef gist á hóteli í þrjár nætur. Þú ert að stressa mig og barnið mitt út. Ég vil flytja úr þessari íbúð eins fljótt og hægt er.“

Svona hefjast skilaboð sem Eliverta Panariti sendi lögráðamanni leigusala síns þann 5. júlí síðastliðinn, en fjórum dögum fyrr kom upp kakkalakkafaraldur í íbúð sem hún leigði á 12. hæð í Laugardalnum. Hún hefur síðan þá flutt út en fær ekki leigutryggingu sína endurgreidda.

Lögráðamaður leigusalans segir að hún þurfi að rýma íbúðina en Eliverta ber fyrir sig að búslóðin sé ónýt og full af skordýraeggjum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kakkalakkar fyrirfinnast í blokkinni. Þegar blaðamaður fékk að sjá íbúðina voru enn kakkalakkahræ og lifandi skordýr sjáanleg þrátt fyrir heimsóknir meindýraeyða. Líffræðingur og meindýraeyðir staðfesti að á myndum úr heimsókninni mætti sjá austræna kakkalakka, úrgang þeirra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár