Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

138. spurningaþraut: Hversu stór hluti alheimsins er „venjulegt efni“?

138. spurningaþraut: Hversu stór hluti alheimsins er „venjulegt efni“?

Hér, já hér, er þrautin frá í gær.

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá hinn hnarreisti karl á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Portúgali einn heitir Salvador Sobral. Hvað hefur hann helst gert sér til frægðar?

2.   Með hvaða fótboltaliði spilar Robert Lewandowski?

3.   Hvað segir Biblían að Júdas hafi fengið fyrir að svíkja Jesúa frá Nasaret í hendur Rómverja?

4.   Kvikmyndin The Deer Hunter frá árinu 1978 fjallar um nokkra bandaríska vinnufélaga sem fara í Víetnam-stríðið og lenda þar í miklum lífsháska og sálarháska. Í handriti myndarinnar var gert ráð fyrir að kærasta eins þeirra yrði algjört smáhlutverk í myndinni, en ung og efnileg leikkona sýndi þvílík tilþrif strax við æfingar að leikstjórinn Michael Cimino stækkaði hlutverkið og leyfði henni að semja sinn eigin texta. Og með svo góðum árangri að hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Hver var þessi unga leikkona?

5.   Fyrsta íslenska konan sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fékk þau árið 1992 fyrir bókina Meðan nóttin líður. Hvað hét höfundurinn?

6.   Hvað heitir stærsta eyjan í Færeyja-klasanum?

7.   Hvaða tvö ríki eiga strandlengju að Eyjahafinu?

8.   Eins og allir vita, þá er hinn sýnilegi alheimur gerður úr efni. En vísindamenn hafa líka reiknað út að líka sé til svokallað „dökkt efni“ eða „dark matter“, sem enginn veit almennilega hvað er, og ennfremur dularfullt fyrirbrigði sem kallast „dark energy“. Dökka efninu og dökka efninu er mjög erfitt að henda reiður á, en hve stór hluti alheimsins virðist vera „venjulegt efni“ af því tagi sem við skiljum? Nefnið svarið í prósentum, það má muna 5 til eða frá.

9.   Hvað heitir höfuðborg Ítalíu?

10.   Carl Jung hét maður, svissneskur, sem lést hálfníræður árið 1961. Hver var atvinna hans?

***

Og hér er seinni aukaspurningin:

Í hvaða vinsælu sjónvarpsþáttum lék konan, sem hér sést?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Vann Eurovision.

2.   Bayern München.

3.   Þrjátíu silfurpeninga.

4.   Meryl Streep.

5.   Fríða Á. Sigurðardóttir.

6.   Straumey.

7.   Grikkland og Tyrkland.

8.   Fimm prósent. Rétt telst því vera allt til og með 10 prósentum.

9.   Róm.

10.   Sálfræðingur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá hinn unga Franklin Delano Roosevelt árið 1910.

Hann varð síðar forseti Bandaríkjanna, svo sem alkunna er, og stýrði málum landa sinna í síðari heimsstyrjöldinni.

Hér til hliðar má mynd af honum undir lok ævinnar, en hann lést rétt fyrir stríðslok, í apríl 1945.

Þetta mun raunar vera síðasta ljósmyndin sem tekin var af honum. Þetta er lituð svarthvít mynd.

Í rauninni veit enginn hvernig bindið hans var á litinn. Það gæti hafa verið rautt!

***

Seinni aukaspurning:

Hún Sidse Babett Knudsen lék að sjálfsögðu í þáttaröðinni Borgen.

***

Og aftur og að síðustu:

Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
8
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
9
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga­sem þar sem lagt er til að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna í stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
2
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár