Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

129. spurningaþraut: „Eigi skal gráta Björn bónda.“ Hver sagði þetta aftur?

129. spurningaþraut: „Eigi skal gráta Björn bónda.“ Hver sagði þetta aftur?

Hérna er fyrst þrautin frá í gær, gott fólk. Reynið ykkur við hana ef þið eruð ekki búin að því.

En fyrri aukaspurningin er þessi:

Á myndinni hér að ofan má sjá þriggja ára gamlan pilt að nafni Richard Vuu. Hann er þarna að leika í kvikmynd, þótt hann hafi kannski gert sér litla grein fyrir því sjálfur.

Hvað hét sú kvikmynd?

***

Aðalspurningarnar tíu af öllu tagi:

1.   Níu risaborgir í Kína hafa stöðu 国家中心城市, en í því felst að þær teljast „þjóðlegar miðstöðvarborgir“ og eiga að vera leiðandi í framleiðslu menningu og pólitík. Nefnið þrjár þessara borga.

2.   Hvað heitir stærsta máfategund í heimi? Hún er vel þekkt við Ísland eins og víða annars staðar?

3.   Ivanka, Donald, Tiffany, Barron og ... hver?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Bern?

5.   Ein allra frægasta leikkona heimsins tryggði sér rétt á að endurgera í Bandaríkjunum kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Hver er sú?

6.   „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Hver sagði þetta? 

7.   Í norrænni goðafræði segir af brú milli mannheima og goðaheima. Hver er þessi brú?

8.   Hvað heitir leikstjóri kvikmyndarinnar Tenet?

9.   Hvað er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi nú?

10.   Baltasar Kormákur er í fyrirsvari fyrir kvikmyndaver eitt mikið sem opnað var formlega á höfuðborgarsvæðinu fyrir tveim árum. Hvar nákvæmlega er það?

***

Og seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi jarðarávöxtur?

Þá vindum við bráðan bug að svörunum:

1.  Borgirnar níu eru Beijing, Tianjin, Shanghai, Chongqing, Chengdu, Guandzhou, Wuhan, Zhengzhou og Xi'an.

Það er vissulega til nokkurs mælst að ætla fólki að þekkja mikið af kínverskum borgum en flestir eiga þó að þekkja Beijing og Shangai, og svo upp á síðkastið þá ógæfusömu borg Wuhan, þar sem covid-19 kom fyrst upp, að því er virðist. Þá má geta þess að Guangzhou er sú borg sem var lengi kunn undir nafninu Canton á Vesturlöndum, svo það er vel leyfilegt að segja Canton.

2.   Svartbakur.

3.   Eric. Þetta eru börn Donalds Trumps.

4.   Sviss.

5.   Jodie Foster.

6.   Ólöf ríka Loftsdóttir. Ónauðsynlegt er að muna föðurnafn hennar.

7.   Regnboginn. Athugið að ekki er verið að spyrja um nafn brúarinnar.

8.   Christopher Nolan.

9.   Guðrún. Nafnið hefur að vísu dalað að vinsældum hjá yngri kynslóðum foreldra, svo það er nú aðeins í um 30. sæti yfir nöfn kornungra stúlkna, en í heild halda Guðrúnar enn efsta sætinu.

10.   Í Gufunesi í Reykjavík.

***

Svörin við aukaspurningunum:

Sú fyrri:

Richard Vuu lék keisarann í Kína, Pu Yi, í kvikmynd Bernardo Bertolucci, The Last Emperor, sem frumsýnd var árið 1987 og fór sannkallaða sigurför um heiminn.

Ekki veit kvikmyndasíðan Imdb.com til þess að Vuu hafi leikið neitt annað um ævina.

Neðri myndin, sem síðari aukaspurningin snýst um, sýnir sætar kartöflur.

***

Og loks er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár