Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lestir á járnbrautum

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son dá­ist að skil­virkni lest­ar­sam­gangna, nú þeg­ar flug­ferð­ir eru í lág­marki.

Lestir á járnbrautum
Í Frankfurt Járnbrautastöðin í Frankfurt er með rúmlega 630 brottfarir á dag, og um lestarstöðina fóru fyrir Covid-19, yfir 400 þúsund farþegar á dag. Mynd: Páll Stefánsson

Á þessum skrítnu COVID-19 tímum er margt sem breytist, ekki síst hvernig við komum okkur frá A til B. Í stórborgunum gengur fólk eða hjólar til að komast til og frá vinnu, vill ekki vera eins og sardína í dós í neðanjarðarlestunum. Sama á við um flugið, það er ekki svipur hjá sjón. Fleiri farþegar ferðast nú með lestum innan Evrópu en undanfarin misseri. Fólk einfaldlega veigrar sér við að fljúga.

Nú er verið að bjóða upp á næturlestir sem aldrei fyrr, lestir með svefnklefa, þar sem maður er öruggur með að káfast ekki upp á mann og annan. Nú síðsumars eru að spretta upp margir nýir möguleikar til að ferðast sofandi yfir nótt, langar vegalengdir, eins og frá Stokkhólmi til Brussel, Parísar til Nice eða Sylt til Salzburg. Og ferðalangar hafa tekið þessum möguleika fegins hendi. En meðal svefnvagn hefur 25 rúm/klefa, í stað 75 sæta í venjulegum lestarvagni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár