Eitt sinn orðaði Vilmundur Gylfason þá hugsun, að íslenzkum lögfræðingum væri um megn að reifa, hvað þá rökræða, hið innra gildi laganna. Hina undirliggjandi heimspeki þeirra. Hvað væri rétt og rangt, og hvers vegna.
Þeir gætu hins vegar rifizt mjög lengi og af innilegri sannfæringu um hvort þóknun þeirra af fasteignasölu ætti að vera einu prósentustiginu hærri eða lægri. Lengra næði svokölluð menntun þeirra ekki.
Nokkru síðar kynntist ég náið amerískum prófessor mínum, sem hafði sjálfur lokið laganámi við Harvard og klárað svo doktorspróf frá Oxford.
Mig langaði stundum að fara í lögfræði og þessi prófessor hafði það hlutverk að vera „pre-law advisor“ í háskólanum mínum. Hann átti semsagt að ráðleggja þeim sem ætluðu í laganám – og gerði það sannarlega – en hann stoppaði mig alltaf í samtölum okkar:
„Nei, Karl [hann hefur ekki enn lært að segja Kalli]. Lögfræði er ekki akademískt nám. Það er iðnnám. Og …
Athugasemdir