Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Um listamanninn Jón Steinar Gunnlaugsson

Hvað er það sem ger­ir Jón Stein­ar Gunn­laugs­son ein­stak­an? Karl Th. Birg­is­son rýn­ir í reynslu og hug­mynda­fræði íhalds- eða frjáls­hyggjusinn­aða lög­manns­ins og dóm­ar­ans, sem nú hef­ur gef­ið út bók.

Eitt sinn orðaði Vilmundur Gylfason þá hugsun, að íslenzkum lögfræðingum væri um megn að reifa, hvað þá rökræða, hið innra gildi laganna. Hina undirliggjandi heimspeki þeirra. Hvað væri rétt og rangt, og hvers vegna.

Þeir gætu hins vegar rifizt mjög lengi og af innilegri sannfæringu um hvort þóknun þeirra af fasteignasölu ætti að vera einu prósentustiginu hærri eða lægri. Lengra næði svokölluð menntun þeirra ekki.

Nokkru síðar kynntist ég náið amerískum prófessor mínum, sem hafði sjálfur lokið laganámi við Harvard og klárað svo doktorspróf frá Oxford.

Mig langaði stundum að fara í lögfræði og þessi prófessor hafði það hlutverk að vera „pre-law advisor“ í háskólanum mínum. Hann átti semsagt að ráðleggja þeim sem ætluðu í laganám – og gerði það sannarlega – en hann stoppaði mig alltaf í samtölum okkar:

„Nei, Karl [hann hefur ekki enn lært að segja Kalli]. Lögfræði er ekki akademískt nám. Það er iðnnám. Og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár