Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorvaldarmálið: Orð ráðuneytisins og Bjarna benda til ábyrgðar skrifstofustjórans Tómasar

Orð Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins benda til að starfs­menn skrif­stofu efna­hags­mála hafi tek­ið ákvörð­un­ina um að leggj­ast gegn ráðn­ingu Þor­vald­ar Gylfa­son­ar ein­hliða. Tóm­as Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri deild­ar­inn­ar, vill ekki tjá sig um mál­ið.

Þorvaldarmálið: Orð ráðuneytisins og Bjarna benda til ábyrgðar skrifstofustjórans Tómasar
Gaf ekki skipunina en lýsir yfir ábyrgð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í yfirlýsingu að hann beri endanlega ábyrgð á því að ráðuneytið lagðist gegn því að Þorvaldur Gylfason hagfræðingur fengi ritstjórastarf hjá samnorrænu hagfræðitímariti.

Orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og orðalag í svörum fjármálaráðuneytisins, um ábyrgðina á því að ráðuneytið lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review benda til þess að ákvörðunin um andstöðuna við Þorvald hafi verið tekin einhliða á skrifstofu efnahagsmála í ráðuneytinu.

Skrifstofustjóri þeirrar deildar ráðuneytisins er Tómas Brynjólfsson. Hann er yfirmaður starfsmannsins, Ólafs Heiðars Helgasonar, sem sendi tölvupóstana sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem ráðuneytið lýsti sig andvígt því að Þorvaldur yrði ráðinn ritstjóri tímaritsins. Ástæðan fyrir því að ráðuneytið taldi Þorvald ekki henta í starfið eru afskipti hans af stjórnmálum á Íslandi. Ólafur Heiðar er sérfræðingur á skrifstofu efnahagsmála í ráðuneytinu og undirmaður Tómasar. 

 „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. “

Vefmiðillinn Kjarninn greindi fyrst fjölmiðla frá málinu fyrr í vikunni og hefur það vakið mikla athygli. 

Bjarni lýsir yfir endanlegri ábyrgð

Bjarni Benediktsson tjáði sig um málið í fyrsta sinn fyrr í dag með langri færslu á Facebook og lýsti hann yfir endanlegri pólitískri ábyrgð sinni á málinu.

Bjarni segir meðal annars í yfirlýsingu sinni: „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa.“

„Þetta er rétt - hann nýtur ekki stuðnings okkar.“

Orðalag Bjarna um að „öll samskipti“ séu „ekki“ borin undir hann bendir til þess að hann hafi ekki vitað um skoðanaskiptin um Þorvald Gylfason áður en þau fóru fram og að hann  hafi ekki gefið skipun um þau, jafnvel þó hann sé sammála því að Þorvaldur hafi ekki hentað í starfið vegna stjórnmálaskoðana hans. 

Tómas vill ekki tjá sig

Vill ekki tjá sigTómas Brynjólfsson, yfirmaður starfsmannsins sem sendi tölvuspóstana, vill ekki tjá sig um málið við Stundina.

Í tölvupóstunum sem liggja fyrir í málinu kemur skýrt fram að Ólafur Heiðar er ekki bara að lýsa sinni eigin afstöðu þegar andstöðu við val Þorvaldar sem ritstjóra er lýst. Enda hefur Ólafur Heiðar ekki umboð til slíks þar sem hann er ekki yfirmaður á þeirri deild þar sem hann starfar í ráðuneytinu og undirmaður í ráðuneyti tekur vitanlega ekki slíkar ákvarðanir einn síns liðs án þess að ráðfæra sig við yfirmann eða yfirmenn.

Ólafur Heiðar segir hins vegar ítrekað „við“ og „okkar“ þegar hann er að lýsa afstöðu fjármálaráðuneytisins til Þorvaldar og af hverju hann sé ekki hæfur til að gegna starfinu að mati ráðuneytisins. „Þetta er rétt - hann nýtur ekki stuðnings okkar,“ segir hann meðal annars í einum tölvupóstinum. 

Þegar Ólafur Heiðar sagði „okkar“ og „við“ í tölvupóstunum, til hverra var hann þá að vísa? 

Ólafur Heiðar hefur neitað að ræða málið við fjölmiðla. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði hann: „Ég er háður þagnarskyldu um allt sem að ég geri í rauninni og má ekki ræða það við fjölmiðla.“

Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri efnahagsmála í fjármálaráðueytinu og yfirmaður Ólafs Heiðar, vill heldur ekki tjá sig um málið þegar Stundin leitar eftir því. „Þú verður bara að hringja í hana Elvu [Björk Sverrisdóttur upplýsingafulltrúa ráðuneytisins].“ Aðspurður um hvort hann vilji ekki tjá sig um málið segir Tómas að það sé best að upplýsingafulltrúinn geri það. 

Elva Björk Sverrisdóttir segir í samtali við Stundina að hún geti ekki svarað því í síma með hvaða hætti ákvarðanatakan í málinu fór fram og hvort Tómas Brynjólfsson hafi tekið ákvörðunina um að leggjast gegn ráðningu Þorvaldar án þess að hafa ráðfært sig um það við Bjarna Benediktsson eða aðra yfirmenn sína í ráðuneytinu. „Ráðurneytið stendur við það sem það hefur sagt um þetta mál,“ segir Elva og vísar í fyrri yfirlýsingar þess í fjölmiðlum. 

Of virkur í stjórnmálumSkýringar starfsmanna ráðuneytisins í tölvupóstunum voru þær að Þorvaldur Gylfason væri of virkur í stjórnmálum á Íslandi til að stýra hagfræðitímaritinu.

Yfirstjórnin kom ekki að málinu

Eins og Kjarninn greindi frá þá kom það fram í svörum frá fjármálaráðuneytinu um málið að ákvörðunin um að leggjast gegn því að Þorvaldur fengi starfið var „ekki borin undir ráð­herra né aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar ráðu­neyt­is­ins.“

Þetta svar er alveg skýrt um að ákvörðunin um að leggjast gegn því að Þorvaldur fengi ritstjórastarfið var ekki borin undir Bjarna Benediktsson, aðstoðarmann hans Svanhildi Hólm eða ráðuneytisstjórann, Guðmund Árnason, áður en undirmaðurinn í ráðuneytinu skrifaði tölvupóstana um Þorvald. 

Orð Bjarna sjálfs um að „öll samskipti“ séu ekki borin undir hann þó svo að hann sé endanlega ábyrgur fyrir því sem ráðuneytið gerir renna svo frekari stoðum undir að tölvupóstsamskiptin um Þorvald hafi ekki verið að undirlagi Bjarna eða vegna skipunar frá honum. 

Bjarni  lýsir hins vegar yfir pólitískri ábyrgð sinni sem ráðherra og yfirmaður þeirra sem báru ábyrgð á tölvupóstunum um Þorvald. Svo vill til að sú afstaða á  Þorvaldi sem fram kom í tölvupóstunum frá Ólafi Heiðari er samhljóða því mati Bjarna á honum sem hann lýsir í yfirýsingu sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu