Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynferðisofbeldi notað sem vopn til að vekja ótta

Páll Ás­geir Dav­íðs­son lög­mað­ur hef­ur und­an­far­in ár tek­ið að sér ým­is verk­efni á veg­um Sam­ein­uðu þjóð­anna, svo sem í Kósóvó, Aust­ur-Kongó, Súd­an, Haítí og Kam­erún. „Störf mín ganga út á að styrkja inn­viði ríkja til þess að fólk fái not­ið rétt­læt­is og búi við frið.“

Páll Ásgeir Davíðsson býr ásamt fjölskyldu sinni í miðbænum. Svolítið suðrænn stíll einkennir stofuna. Loftljósið lætur gesti hugsa um 1001 nótt. „Ég hef alltaf verið svolítið öðruvísi,“ segir hann og fer að fyrra bragði að tala um uppruna sinn. „Ég er hálfur Indónesi en pabbi er frá Indónesíu og ég er trúlegast fyrsta blanda Íslendings og Indónesa.

Ég fann hins vegar ekkert fyrir því að vera öðruvísi hér á Íslandi. Ég byrjaði snemma að bera út Moggann og þegar ég átti í samskiptum við skjólstæðinga mína var mér oft hrósað fyrir að tala góða íslensku. Ég hélt að ég hefði einstakt tak á tungumálinu en í raun sá fólk lítinn, asískan dreng sem talaði reiprennandi íslensku og fannst það vera óvanalegt. Stundum þegar ég rekst á gamlar myndir úr barnaskólanum mínum, Melaskóla, spyr ég mig hver sé þessi dökki í hópnum en fatta svo að það er ég.

Ég var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár