Páll Ásgeir Davíðsson býr ásamt fjölskyldu sinni í miðbænum. Svolítið suðrænn stíll einkennir stofuna. Loftljósið lætur gesti hugsa um 1001 nótt.
Ég fann hins vegar ekkert fyrir því að vera öðruvísi hér á Íslandi. Ég byrjaði snemma að bera út Moggann og þegar ég átti í samskiptum við skjólstæðinga mína var mér oft hrósað fyrir að tala góða íslensku. Ég hélt að ég hefði einstakt tak á tungumálinu en í raun sá fólk lítinn, asískan dreng sem talaði reiprennandi íslensku og fannst það vera óvanalegt. Stundum þegar ég rekst á gamlar myndir úr barnaskólanum mínum, Melaskóla, spyr ég mig hver sé þessi dökki í hópnum en fatta svo að það er ég.
Ég var …
Athugasemdir