Um þessar mundir búa um 60% jarðarbúa í borgum. Í Evrópu og Norður-Ameríku er hlutfallið um 90%. Í næstu útgáfum Stundarinnar verður fjallað um framtíðaráhrif COVID-19-faraldursins á lífið í þéttbýli. Í þessum þrískipta greinaflokki verður rætt við sérfræðinga og leitað vísbendinga bæði heima og erlendis um hvort, og þá hvernig, kórónaveiran snertir borgarskipulag höfuðborgarsvæðisins, húsnæðismarkaðinn, atvinnulíf, menningarstarf, íþróttir, matarframboð og veitingahúsaiðnaðinn, jafnvel djammið. Hver verða varanleg áhrif kórónaveirunnar á allt það skipulagða umhverfi og þau skipulögðu kerfi sem stýra hegðun okkar frá degi til dags og rammar inn tilveruna í borginni?
Í þessum fyrsta hluta er byrjað á samgöngum, hvernig við komum okkur á milli staða í borginni.
Ferðavenjukönnun 2019: Hæg þróun
Ferðavenjukannanir eru framkvæmdar með reglulegu millibili, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Sú síðasta var einmitt framkvæmd undir lok ársins 2019 og voru niðurstöður úr henni kynntar í mars á þessu ári. Ýmis jákvæð teikn voru á …
Athugasemdir