Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hin duldu fórnarlömb refsingar

„Fjöl­skyld­an var al­ger­lega í rúst.“ Að­stand­end­ur segja frá því hvernig til­vera þeirra hrundi þeg­ar ást­vin­ur þeirra var dæmd­ur í fang­elsi. Skömm­in dvel­ur í þögn­inni, seg­ir Kjart­an T. Gunn­ars­son, fað­ir tveggja drengja sem hafa far­ið í fang­elsi.

Tilgangur fangelsisvistar er að refsa einstaklingi fyrir brot sín gagnvart samfélaginu, eðli málsins samkvæmt. Fangelsisvist hefur þó í flestum tilfellum gríðarleg áhrif á aðstandendur þess dæmda og þeir upplifa mikið varnarleysi, skömm, kvíða og sorg. Fjölskyldur fanga hafa stundum verið nefndar hin duldu fórnarlömb refsingar.

Sex einstaklingar á aldrinum 20 til 64 ára gáfu okkur tækifæri til að skyggnast inn í reynsluheim sinn sem aðstandendur fanga og er nöfnum þeirra allra breytt, nema Kjartans, sem kemur undir réttu nafni og mynd. Fangarnir eru af báðum kynjum og ýmist foreldrar, systkini eða börn aðstandenda sem rætt var við. Sumir eru núna í afplánun og aðrir hafa lokið sinni refsivist.  

Dómur, og hvað svo?

„Það var einhver skrýtin og óþægileg orka í loftinu.“ (Sigrún, 20 ára, um biðina áður en móðir hennar hóf sína afplánun.)

Rannsóknir hafa sýnt fram á að tímabilið frá dómi og fram að fangelsisvist sé oftast þrungið spennu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu