Á tímum samkomubanns og strangra tilmæla um að halda fjarlægð við annað fólk eiga margir foreldrar í fullu fangi með að hafa ofan af fyrir börnum sínum og forða þeim frá leiða. Þá liggur flest allt íþróttastarf niðri eða hefur verið yfir á netið, með tilheyrandi skorti á hreyfingu og útiveru. Margir foreldrar hafa því brugðið á það ráð að fara út að ganga með börni,n til að viðra þau og hressa þau við. Hugmynd einnar mömmu í Hlíðunum hefur eflaust haft hvetjandi áhrif á mörg börn og foreldra þeirra. Oddný Arnarsdóttir tók eftir því að nokkrir vina hennar á Facebook dreifðu mynd þar sem fólk var hvatt til þess að setja bangsa út í gluggann sinn, svo börnin í hverfinu þeirra gætu nýtt göngutúrinn í bangsaveiðar.
Oddnýju fannst þetta sniðug hugmynd og ákvað að gera viðburð á Facebook, svo að enn fleiri tækju þátt og settu bangsa út …
Athugasemdir