Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bangsar í gluggum gleðja börn sem leiðist í samkomubanninu

Bangs­ar í hundraða­tali sitja nú í glugga­kist­um víða um höf­uð­borg­ar­svæð­ið og bíða þess að börn­in í hverf­inu komi auga á þá. „Ég er sjálf með eina sex ára sem leið­ist,“ seg­ir Odd­ný Arn­ar­dótt­ir, mamm­an sem setti við­burð um bangsa­leit á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í loft­ið.

Bangsar í gluggum gleðja börn sem leiðist í samkomubanninu
Beðið eftir börnum Fólk í flestum hverfum hefur tekið bangsaleitinn fagnandi og sett bangsa út í gluggann hjá sér. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á tímum samkomubanns og strangra tilmæla um að halda fjarlægð við annað fólk eiga margir foreldrar í fullu fangi með að hafa ofan af fyrir börnum sínum og forða þeim frá leiða. Þá liggur flest allt íþróttastarf niðri eða hefur verið yfir á netið, með tilheyrandi skorti á hreyfingu og útiveru. Margir foreldrar hafa því brugðið á það ráð að fara út að ganga með börni,n til að viðra þau og hressa þau við. Hugmynd einnar mömmu í Hlíðunum hefur eflaust haft hvetjandi áhrif á mörg börn og foreldra þeirra. Oddný Arnarsdóttir tók eftir því að nokkrir vina hennar á Facebook dreifðu mynd þar sem fólk var hvatt til þess að setja bangsa út í gluggann sinn, svo börnin í hverfinu þeirra gætu nýtt göngutúrinn í bangsaveiðar.

Oddnýju fannst þetta sniðug hugmynd og ákvað að gera viðburð á Facebook, svo að enn fleiri tækju þátt og settu bangsa út …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár