Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hörmulegar farsóttir sem gengu yfir Íslendinga

Ís­lend­ing­ar hafa oft­ar en einu sinni geng­ið í gegn­um hörm­ung­ar vegna far­sótta. Heimdild­ir lýsa því að ung stúlka bjó vik­um sam­an á af­skekkt­um bónda­bæ með föð­ur sín­um látn­um úr Stóru bólu.

Hörmulegar farsóttir sem gengu yfir Íslendinga
Kýlaveiki Svartidauði olli kýlum. Mynd úr þýskri Biblíu frá árinu 1411. Mynd: Toggenburg-Biblían

Faraldur er varla nema hóflega ógnvekjandi orð. Farsótt er strax hættulegri. Að við tölum ekki um drepsótt eða hreinlega plágu.

Öllum þessum hafa Íslendingar þó kynnzt og fleiru til. Hér er örstutt söguleg upprifjun um pestir og læknavísindi.

Plágan

Fyrsta sæmilega skráða tilvik farsóttar á Íslandi er Plágan mikla, sem barst til Íslands árið 1402.

Þetta var hálfri öld eftir að sama plága hafði herjað á Norður-Evrópu og drepið þar tugþúsundir að lágmarki. Þetta var reyndar lífseig pest, því að hennar varð vart reglulega í margar aldir upp frá því.

En þótt Plágan hafi borizt hingað fyrst árið 1402 kom hún aftur nokkrum áratugum síðar, og þá var farið að tala um Pláguna fyrri og síðari, en löngu seinna komst sá siður á að kalla þessa drepsótt Svartadauða.

Því að drepsótt var hún sannarlega. Plágan var sennilega bráðsmitandi lungnapest, sem dró fólk til dauða á örfáum dögum. Svo segir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár