Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Börnin í verkfallinu

Leik­skóla­börn í Reykja­vík borða há­deg­is­mat á bíla­stæð­um og eru í pöss­un hjá afa og ömmu. For­eldr­ar kom­ast ekki til vinnu nema endr­um og sinn­um og álag eykst á fjöl­skyld­ur með hverj­um deg­in­um sem líð­ur í kja­ara­deil­um Efl­ing­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Börnin í verkfallinu
Afi bjargar málunum Jón Hálfdanarson, 72 ára afi þeirra Hauks Víðis og Layfeyjar Víðis Leósbarna, sækir þau flesta daga og hefur ofan af fyrir þeim á meðan að á verkfalli stendur. Amma Krilla, Kristína Steinsdóttir, hefur líka hjálpað mikið og þau í raun bjargað foreldrum þeirra Laufeyjar og Hauks sem eiga afar erfitt með að vera frá vinnu þessa dagana. Mynd: Heiða Helgadóttir

Helmingur leikskólabarna í Reykjavík hefur nú mátt búa við skerta eða jafnvel enga þjónustu á leikskólum borgarinnar í þrjár vikur samfleytt. Ótímabundið verkfall Eflingar hófst 17. febrúar síðastliðinn en áður höfðu tímabundin verkföll sett mark sitt á leikskólana. Verkfall Eflingar hefur mismunandi áhrif á um 3.500 leikskólabörn. Fjöldi barna hefur ekki getað farið í leikskóla í þrjár vikur, önnur börn hafa fengið að mæta dag og dag, fyrir hádegi eða eftir hádegi, eftir atvikum. Opnunartími leikskóla hefur verið skertur fyrir þau börn sem þó geta verið þar og mötuneyti eru í mörgum tilvikum lokuð með þeim afleiðingum að börn sitja í bílum með foreldrum sínum á bílastæðum leikskólanna og borða samlokur og epli. 

Ólétt og verkfallið tekur íHeiðrún Arna Friðriksdóttir er komin sjö mánuði á leið og er föst heima með Óliver sem er tæplega tveggja ára. Hann skilur lítið í þessu róti öllu.

Mánudaginn 9. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár