Sinn Fein þýðir einfaldlega „Við sjálf“ og var flokkurinn stofnaður sem sjálfstæðishreyfing írskra lýðveldissinna árið 1905 þegar öll eyjan var undir stjórn Breta. Margir flokksmenn tóku þátt í páskauppreisninni gegn breskum yfirráðum árið 1916 og börðust í sjálfstæðisstríðinu sem lauk árið 1921.
Írar skiptust í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þeirra friðarsamninga sem Bretar buðu eftir átökin og leiddi það til skammvinns borgarastríðs sem varð til þess að Sinn Fein klofnaði margsinnis. Tvö helstu klofningsframboðin, Fianna Fáil og Fine Gael, urðu í kjölfarið tveir langstærstu flokkarnir í írskri pólitík fram til dagsins í dag og hafa skipst á að leiða ríkisstjórnir írska lýðveldisins.
Hugmyndafræðilega er nánast enginn munur á þessum tveimur flokkum; þeir eru báðir hægra megin við miðju, Evrópusinnaðir og borgaralegir. Sinn Fein hefur hins vegar frá 1970 verið föst stærð í stjórnarandstöðu, skilgreint sig nokkuð til vinstri við miðju og jafnvel daðrað við sósíalisma. Það sem …
Athugasemdir