„Kapítalisminn brýtur niður samfélög, eyðileggur náttúrugæði og framkallar helvíti á jörðu. Samt er til fólk sem segir við getum ekki lifað nema innan þessa helvítis, að það sé það besta sem okkur standi til boða. Svo eru þau sem trúa að hægt sé að byggja upp betra samfélag, eitthvað skárra en helvíti.
Stéttastríðið er grunnátök í öllum samfélögum.“
Hver skrifar svo? Karl Marx á nítjándu öld? Lenín í upphafi hinnar tuttugustu? Maó formaður fáum áratugum síðar?
Eða jafnvel Kastró á sjötta áraugnum?
Það eru sennilegar tilgátur, en í þessu tilviki rangar.
Þetta skrifaði formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands nýlega. Flest nánar tiltekið fjórða janúar 2020.
Orð skipta máli
Þessi grein er ekki um efnisatriði í málflutningi Gunnars Smára Egilssonar umfram það sem óhjákvæmilegt er.
Hún er um orðanotkun og hugtakanotkun.
Í kjölfar hrunsins breyttist pólitísk umræða á Íslandi. Talsverður hluti landsmanna varð ekki bara fyrir fjárhagslegu áfalli, heldur tilfinningalegu líka, …
Athugasemdir