Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umami pizza

Ósk­ar Erics­son sýn­ir okk­ur hvernig búa má til góm­sæt­ar eld­bök­ur með lít­illi fyr­ir­höfn.

Sagt er að þegar fyrstu pizzurnar komu til Íslands hafi íslenskar fjölskyldur drukkið mjólk með pizzu, enda vaninn að drekka mjólk með brauði. Síðan fyrstu „pressugerskökur með áleggi“ voru snæddar hér á landi hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í lok síðustu aldar dúkkuðu pizzustaðir upp eins og sólbaðstofur, og pizzan varð sá matur sem var hvað mest framandi og vinsælastur á íslenskum heimilum. Gömlu pizzastaðirnir eru nú jafn miklir fornmunir og hverfissjoppan eða vídeóleigan, þótt mér skilst reyndar að Hrói Höttur lifi enn einhvers staðar góðu lífi og að Pizza 67 hafi verið að opna aftur á Grensásvegi fyrir stuttu.

Ein 16 tommu pizza með þremur áleggstegundum kostar nú hátt í 3000-4000 kr., sem er að mati greinarhöfundar aðeins of mikið, ekki síst í ljósi þess að hráefnið kostar kannski um 300-400 kr. á pizzu. Heima getur þú auðveldlega búið til frábæra pizzu sem bragðast betur en aðkeypt pizza.

Gott deig

Grunnurinn að góðri pizzu er gott deig. Til þess að deigið verði gott þarf að nota gott hveiti og hnoða deigið vel og lengi. Eftirfarandi uppskrift dugir í fjórar 12-16 tommu pizzur. Það fer eftir því hversu þunnur botninn er hversu stórar þær eru. Gott er að gera stóran skammt af deigi, bæði vegna þess að einn þurrgerspoki dugir í akkúrat eitt kíló af hveiti og þá fer ekkert til spillis, en eins vegna þess að þótt fyrirhöfnin sé ekki mjög mikil þá er fínt að eiga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár