Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, markaðsstjóri Gló og upplýsingafulltrúi Samtaka grænmetisæta á Íslandi, hætti að borða rautt kjöt þegar hún var sautján ára gömul. Hana langaði alltaf til þess að ganga alla leið og gerast vegan, hætta að neyta allra dýraafurða, en stóð í þeirri meiningu að það væri hættulegt. „Ég hélt að ég yrði að taka lýsi og hélt ég fengi hvergi kalk nema úr mjólkurvörum,“ úrskýrir hún. „Fyrir fjórum og hálfu ári síðan las ég hins vegar bókina The China Study og sá að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég hef verið hundrað prósent vegan síðan.“
Frá því Sæunn steig skrefið til fulls hafa henni hins vegar borist til eyrna fjöldinn allur af goðsögnum um veganisma. Sú algengasta er að grænkerar þjáist flestir af próteinskorti. „Fólk er ofboðslega upptekið af próteini,“ segir hún. „Í kringum árið 1980 gaf kona út vísindagrein þar sem hún hélt því fram að …
Athugasemdir