Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Töfrar ítalskrar matarmenningar

Það er ekki hægt að hugsa um Ítal­íu án þess að hugsa um mat­ar­menn­ing­una þar og hvernig hún hef­ur haft áhrif á mat­ar­menn­ingu annarra landa víða um heim. Vín, ost­ar og pasta eru sér­stak­lega mik­il­væg­ur þátt­ur í ís­lenskri mat­ar­menn­ingu, þar sem pasta kem­ur í mörg­um mis­mun­andi út­gáf­um, sem penne, spaghetti, lasagna og fleira. Hjá Ítöl­um er mat­ur ekki að­eins nær­ing held­ur stór hluti af líf­inu og í raun eitt af því sem ger­ir Ítala að Ítala.

Matarmenningu Ítala má rekja til Rómverja til forna. Þistilhjörtu, baunir, kál, steinselja, melónur og epli ásamt vínum, ostum og kjöti var algeng fæða hjá Rómverjum. Þeir þróuðu síðan uppskriftir að réttum sem við njótum enn góðs af, eins og til dæmis ostaköku og ommelettu. Seinna fóru þeir einnig að nota hráefni eins og kartöflur, tómata, paprikur og maís.

Hvert hérað hefur sinn stíl

Ítalskur matur snýst um svo margt, ekki aðeins spaghetti og pizzur. Sá matur sem er þekktastur undir þeim formerkjum að vera ítalskur kemur einna helst frá miðju landsins. Á norður Ítalíu er hins vegar mikið um fisk, kartöflur, pylsur, svínakjöt og mismunandi tegundir osta. Þar eru pastaréttir líka algengir, oft með tómötum eða fylltu pasta, sem og polenta og risotto. Í suðri gegna tómatar mikilvægu hlutverki, þar sem þeir eru annað hvort notaðir ferskir eða í sósu. Réttirnir þar innihalda oft kapers, papriku, ólífur, hvítlauk, þistilhjörtu, eggaldin og ricotta. 

Hvert hérað hefur sinn stíl við val á hráefnum og eldunaraðferðum. Eins getur sama uppskriftin verið til í gjörólíkum útgáfum frá sama héraði. En því hefur engu að síður verið haldið fram að risotto sé best í Mílanó, tortellini í Bologna og pizzurnar í Naples. Kannski er það einföldun til að einfalda ferðamönnum lífið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár