Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reynir að skapa einstakt andrúmsloft

Hilda Gunn­ars­dótt­ir, sem er bet­ur þekkt sem fata­hönn­uð­ur­inn Milla Snorra­son, býr á Loka­stígn­um þar sem hún býð­ur gest­um og gang­andi upp á te úr katli sem hún fékk í­ Kola­port­inu og er henn­ar helsti dýr­grip­ur. Fá­ir mun­ir eru í íbúð­inni en þeir eru all­ir vel vald­ir og minna hana á eitt­hvað eða ein­hvern sem henni þyk­ir vænt um.

Hilda tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á fallegu heimili sínu á Lokastíg í Reykjavík. Íbúðin er lítil og notaleg en Hilda vill frekar hafa fáa og persónulega hluti með sál og sögu en að eltast við nýjustu hönnunarstrauma. Litirnir eru hlutlausir sem skapar þægilegt andrúmsloft og stórir gluggar gera það að verkum að íbúðin er afar björt. Innblástur fyrir heimilið fær hún mikið úr náttúrunni.

Hilda býður okkur sæti við borðstofuborðið og hellir upp á te búið til úr jurtum sem hún týndi sjálf. Þetta er einmitt svona íbúð sem þú drekkur te í. Meint á mjög jákvæðan hátt. „Ég er drekk örugglega fimm bolla á dag,“ segir Hilda og hlær. „Ég býð fólki alltaf upp á te þegar það kemur í heimsókn. Þú spurðir mig áðan hver uppáhaldshluturinn minn væri og ég get sagt þér að það gæti bara verið hraðsuðuketillinn minn. Ég held mjög mikið upp á hann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár