Hilda tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á fallegu heimili sínu á Lokastíg í Reykjavík. Íbúðin er lítil og notaleg en Hilda vill frekar hafa fáa og persónulega hluti með sál og sögu en að eltast við nýjustu hönnunarstrauma. Litirnir eru hlutlausir sem skapar þægilegt andrúmsloft og stórir gluggar gera það að verkum að íbúðin er afar björt. Innblástur fyrir heimilið fær hún mikið úr náttúrunni.
Hilda býður okkur sæti við borðstofuborðið og hellir upp á te búið til úr jurtum sem hún týndi sjálf. Þetta er einmitt svona íbúð sem þú drekkur te í. Meint á mjög jákvæðan hátt. „Ég er drekk örugglega fimm bolla á dag,“ segir Hilda og hlær. „Ég býð fólki alltaf upp á te þegar það kemur í heimsókn. Þú spurðir mig áðan hver uppáhaldshluturinn minn væri og ég get sagt þér að það gæti bara verið hraðsuðuketillinn minn. Ég held mjög mikið upp á hann.“
Athugasemdir