Undanfarin misseri hafa Íslendingar uppgötvað „pulled pork“ og hefur það heldur betur slegið í gegn. Það er nú fáanlegt í matvöruverslum og á skyndibitastöðum víða um landið. Pulled pork, eða rifinn grís, er hægeldað svínakjöt sem er það mjúkt að það er hægt að rífa það í sundur. Yfirleitt er það borið fram sem samloka að amerískum sið, en er einnig fáanlegt á pizzur, burritos eða með núðlum.
Að matreiða gómsætan rifinn grís er jafn auðvelt og það er ódýrt. Galdurinn felst í að hægsteikja kjötið við lágan hita og er þolinmæði það eina sem þarf. Kjötið sem er tilvalið að nota er svínabógur, og er hann oft fáanlegur á lágu verði, eða á bilinu 450 kr. til 600 kr. hvert kíló. Einn vænn svínabógur nægir til þess að 4-6 manns borði sig pakksadda og hentar hann því afar vel til að
Athugasemdir