Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óvinaþjóðir sameinast um hummus

Mynd­band: Gerðu þína eig­in út­gáfu á inn­an við fimm mín­út­um

Óvinaþjóðir sameinast um hummus

Dauðsföll, mannréttindabrot og sprengingar í Palestínu og Ísrael eru því miður daglegt brauð. Í fimm áratugi, eða síðan 1967, hafa þessar tvær þjóðir tekist á og spennan magnast upp með hverju degi.

Deilan snýst ekki um trú, heldur um landsvæði, enda eiga gyðingar og múslimar fleira sameiginlegt heldur en flesta grunar. Það má til dæmis nefna að þeir tilbiðja sama guðinn, þótt múslimar kalli hann öðru nafni en gyðingar, er Allah ekki einhverskonar arabískur guð eins og andinn í Aladín, heldur þýðir nafnið einfaldlega „guð“.

Heilsumáti beggja trúarbragða er keimlíkur, en múslimar nota „salaam“ og gyðingar „shalom“. Bæði orðin þýða friður.

Gyðingar og múslimar eru afkomendur Abrahams, gyðingar eru komnir af syni Abrahams Ísak, en múslimar eru komnir af bróður hans, Ismael, og eru því náskyld.

Í báðum trúarbrögðum er mikil áhersla lögð á að gefa peninga til góðgerðarmála, og er gestrisni einn af hornsteinum trúarbragðanna, eins og flestir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár