Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ósýnilegu börnin

Börn sem leita hæl­is á Ís­landi segja frá því að yf­ir­völd tali ekki við þau og að ekki sé spurt hvernig þeim líði. Sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna eiga börn rétt á að tjá sig áð­ur en af­drifa­rík­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar um líf þeirra. Börn­in hafa enga að­komu að mál­um er varða líf þeirra og fram­tíð.

„Það hefur enginn spurt mig hvernig mér líður,“ segir barn sem kom til Íslands í leit að alþjóðlegri vernd.

Í lögum um útlendinga segir meðal annars að útlendingi, sem fæddur er hér á landi, sé óheimilt að vísa frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt þjóðskrá. Þetta ákvæði virðist hins vegar ekki eiga við um börn hælisleitenda, ef marka má ákvarðanir Útlendingastofnunar um að senda hinn tæplega tveggja ára gamla Felix, Hanif, sem einnig er tveggja ára, og hina sex mánaða gömlu Jónínu úr landi. Öll fæddust þau hér á landi og eru með íslenskar kennitölur.  

Útlendingastofnun lítur hins vegar svo á að þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum foreldra, þá sé í raun ekki verið að vísa börnunum úr landi. Börnin eru þannig ekki aðilar í málum sem varða líf þeirra og framtíð. „Við horfum á stöðu foreldranna og börnin fylgja foreldrunum í gegnum málsmeðferðina, ef þau eru ekki fylgdarlaus ungmenni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs Útlendingastofnunar og staðgengill forstjóra, í samtali við Stundina. „Ef foreldrunum er gert að snúa heim þá er litið svo á að börnin fylgi foreldrunum, nema staðan sé þannig að bestu hagsmunir barnsins mæli gegn því að því sé vísað úr landi. Eins og þetta ákvæði hefur verið skilið bæði í þróun og framkvæmd hjá okkur, innanríkisráðuneytinu og kærunefnd útlendingamála, þá kemur það ekki í veg fyrir að þú fáir synjun á hæli og þurfir að fara heim.“

Ákvæðið kom inn í lög um útlendinga árið 2014 og því hefur enn ekki reynt á það fyrir dómstólum. Það mun hins vegar bráðum gera það í tilfellum Felix, Hanif og Jónínu, en lögmenn fjölskyldnanna segjast ætla að láta á það reyna hvort ákvarðanirnar um að vísa þeim úr landi haldi fyrir dómi.  

Hagsmunir barna ekki í forgangi

Umboðsmaður barna hefur meðal annars gagnrýnt aðstæður barna sem koma hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd og sagt málsmeðferðina brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt honum eiga börn meðal annars alltaf að eiga rétt á að tjá sig áður en teknar eru ákvarðanir sem varða þau, en í fæstum málum fá börn tækifæri til þess 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár