Tilnefningar til Óskarsverðlauna hafa oft verið gagnrýndar fyrir að halla á minnihlutahópa og konur, og eru tilnefningar í ár engin undantekning. Meirihluti þeirra mynda sem tilnefndar eru til verðlauna segja sögu hvítra karlmanna sem yfirstíga mikla nauð og erfiðleika. (Enginn svartur leikari er tilnefndur fyrir aðalhlutverk í flokki leikara og leikkvenna).
Mad Max kemur á óvart
Í flokki bestu mynda eru tilnefndar: The Revenant, The Martian, Room, Bridge of Spies, Spotlight, Big Short, Brooklyn og Mad Max: Fury Road. Að undanskildri Room og Brooklyn eru þetta allt myndir þar sem karlar leika yfirgnæfandi meirihluta hlutverka.
Athugasemdir